Stærsti viðburður í sambúð lands og þjóðar á 20. öld.

Saga Íslands geymir mörg dæmi um mátt eyðingaraflanna, einkum eldfjalla landsins. "Pompei norðursins" varð til víðar en á Heimaey, svo sem í eyðingu öskufallsins úr Heklu 1104, Öræfajökli 1262 og eyðingu byggðar af völdum hraunstrauma í Skaftáreldum 1783. 

Á 20. öld olli Kötlugosið 1918 tjóni og kom róti á samfélagið í Skaftafellssýslum, en enginn viðburður af þessu tagi á 20. öld jafnast þó á við gosið í Heimaey.

Það var tvímælalaust stærsti, áhrifaríkasti og dramatískasti viðburður í sambúð lands og þjóðar á síðustu öld.

Þótt Landeyjahöfn hafi markað mikla framför í samgöngum við Vestmannaeyjar er sá galli á, að höfnin nýtist ekki allt árið.

Það hefur skapað rof í ferðamannatímann, sem hefur dregið úr þeim stórkostlegu möguleikum, sem "Pompei norðsins" skapa í ferðaþjónustu, ekki aðeins í Eyjum, heldur á landsvísu sem einstæður staður.

Er því vel að hugað sé að því að vekja athygli á minjum og sögu hins einstæða viðburðar, sem Heimaeyjargosið var.   


mbl.is Húsveggur í hraunjaðri endurbyggður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband