Hversvegna ekki Trump eins og þeir Nixon og Kissinger?

Opinber heimsókn Richards M. Nixons Bandaríkjaforseta til Kína 1972 var einhver merkasti atburður síðari hluta 20. aldar og vakti gríðarlega undrun og athygli.

Nixon var republikani og því kom þetta mönnum á óvart. 

En kannski var það einmitt vegna þessa, sem hann átti möguleika á að ná samkomulagi við kommúnistaríkin. Það var síður hægt að væna hann um undanlátssemi við vinstri öflin en forseta demókrata og sama ár fór Nixon til Moskvu og undirritaði svonefnt SALT samkomulag við Sovétmenn.

Að baki þessari merku stefnumótun stóð Henry Kissinger, öryggismálaráðgjafi Nixons.

Fram að förinni höfðu Bandaríkin aðeins viðurkennt stjórn kínverskra þjóðernissinna á Tævan sem löglega stjórn Kína og meinað kommúnistastjórnni í Peking inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar með tilheyrandi þátttökurétti og setu fulltrúa Kína í öryggisráði Sþ.

Fyrstu þrjár vikur í embætti hefur Donald Trump farið mikinn í yfirlýsingum og aðgerðum, og safnað að sér vafasömum ráðgjöfum og samstarfsmönnum, miklum jábræðrum og hagsmunafélögum, sem hafa meðal annars fullyrt, að það stefni í stórstríð við Kína og annað stríð í Miðausturlöndum á næstu árum.

Nú örlar þó á smá glóru hjá Trump varðandi þetta mikilvæga utanríkismál sem varðar sambúð tveggja af öflugustu hagkerfum heims.

Henry Kissinger er enn á lífi og vonandi hefur Trump munað eftir því. 

 


mbl.is Trump segist munu virða „eitt Kína“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband