11.2.2017 | 00:52
Svipaðir töfrar og Sophia Loren hafði?
Það er erfitt að ímynda sér að nokkur Bandaríkjaforseti hafi haft jafn glæsilega forsetafrú sér við hlið og Melaniu Trump hvað útlitið snertir. Þetta er hreinlega gyðju lík vera, með svipaða töfra og Sophia Loren hafði á sínum tíma. Eða það sýnist mér.
Stærsti kosturinn hennar er að hún er auðþekkjanleg, alveg eins og Loren var hér um árið.
Ég hef lítið vit og enn minni áhuga á fötum en samt þarf ekki að fara í grafgötur með það hve vel hún vandar til fatanna og útlits síns í hvívetna.
Það heitir að tjalda því sem til er, og það er svo sannarlega nóg til af því sem þessi kona getur tjaldað hvað útlitið varðar.
Enda um að gera að nýta bestu kosti sína í svona stöðu.
En ekki er víst að Melania geti keppt við Michell Obama, Jaqueline Kennedy eða Elanor Roosevelt í andlegum efnum og þeim persónutöfrum, sem koma innan frá og ekki er hægt að mæla í mittis-, mjaðma- og brjóstmálum.
Raunar náði Melania ekki lengra en það í þeim efnum en að kópíera ummæli fyrrum ummmæli frú Obama í kosningabaráttunni.
Og samanlagðir persónutöfrar hinna ungu Kennedy-forsetahjóna voru sennilega þeir mestu, sem sést hafa í sögu Hvíta hússins þegar þau komu þangað með ungu börnin sín og gerbreyttu ímynd hússins, svo eftir var tekið.
Rándýrt útlit Melaniu Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki vill nú Ómar feitt,
útlit má þó laga,
ef hún hylur ekki neitt,
andlit lítt til baga.
Þorsteinn Briem, 11.2.2017 kl. 02:16
Sofia Lauren og Ivanka? Ómar!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 11.2.2017 kl. 03:27
„Og samanlagðir persónutöfrar Kennedy-forsetahjónanna voru sennilega þeir mestu, sem sést hafa í sögu Hvíta hússins. „ Nú er ég ósammála okkar ágæta Ómari. Persónutöfrar Obama-hjónanna voru um margar stærðargráðu meiri. Jackie var tilgerðarleg, ekki mjög intelligent (skil ekkert í Onassis) og John F. stórlega ofmetinn.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.2.2017 kl. 08:03
Persónulega er ég innilega sammála þér, Haukur og hefði átt að orða þetta betur.
En ég man vel eftir þeirri stórkostlegu breytingu á yfirbragði íbúa Hvíta hússsin í augum almennings, sem varð þegar hin ungu hjón, Jack og Jaqueline komu með börnin sín í Hvíta húsið.
Ómar Ragnarsson, 11.2.2017 kl. 13:12
Því miður held ég að það muni ávallt hvíla skuggi yfir þessari fögru konu Melanie Trump. Ekki vegna útlits hennar eða smekks fyrir fallegum klæðum heldur vegna hins stórbilaða eiginmanns hennar. Hún mun því miður aldrei skína skært í Hvíta húsinu.Drottnunargirni eiginmanns hennar er greinilega á öllum sviðum og gjörðum. En fögur er hún.
Ragna Birgisdóttir, 11.2.2017 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.