Sjómenn hafa beðið í fimm ár með að reyna gerð nýrra kjarasamninga. Svo var að skilja á fréttum fyrr í þessari deilu, að "hinn almenni sjómaður" hefði ekki viljað sætta sig við þær lausnir, sem samninganefndir voru að ræða, og að samningarnefndarmenn hefðu farið um landið til að ræða við "grasrótina".
Þessir "almennu sjómenn", það er, meirihluti sjómanna, hefur fellt samninga í atkvæðagreiðslum.
Nú segir hins vegar skipstjóri á frystitogara að "lítil klíka" ráði ferðinni í þessu máli og hafi með óbilgirni komið deilunni í "algera vitleysu".
Gott og vel. Nú hefur ónefndur skipstjóri á frystitogara, sem á væntanlega sína góðu stöðu undir eiganda togarans, sagt sína skoðun á þessari deilu, en hún felst í því að sjómenn skiptist í tvo hópa, - annars vegar "litla klíku" og hins vegar hina "almennu sjómenn.".
En næsta skref til þess að upplýsa um stöðu og skoðanir hins "almenna sjómanns" hlýtur að vera að eiga viðtal við einhvern slíkan. Einhvern þeirra, sem hefur hefur ekki sætt sig við það sem fengist hefur fram í samningum fram að þessu og nýtt rétt sinn í samtökum sjómanna til að greiða atkvæði um þá.
Deilan komin í algjöra vitleysu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hinn nafnlausi"skipstjóri" getur í raun og veru verið hver sem er! Ekki ólíklegt að þarna feli fulltrúi SFS sig bakví nafnleysi. Þarf þá ekki að kalla til nafnlausa "útgerðarmanninn" til mótvægis, SEM ER ORÐINN BULLANDI AGUR YFIR ÞVÍ HVERNIG SFS heldur á málum?.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.2.2017 kl. 13:21
Fake news?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.2.2017 kl. 14:40
Agnes að taka viðtal við sjálfa sig.
Þorsteinn Briem, 11.2.2017 kl. 17:42
Mörg hér kemur fölsk nú frétt,
frá þó segi alveg rétt,
alltaf er hér stétt með stétt,
stöndum saman ætíð þétt.
Þorsteinn Briem, 11.2.2017 kl. 18:01
Einn af mörgum bull pistlum Agnesar. Tendentious og ómerkilegur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.2.2017 kl. 19:00
Undirritaður hélt að útgerðarmenn ættu ekkert í Mogganum.
Þorsteinn Briem, 11.2.2017 kl. 19:19
Ómar. Deilan á 100 % rétt á sér.
Launþegar á sjó eiga 100% rétt á löglegum kjarasamninganna siðmenntuðum og lífeyrissjóða-réttlátum útborguðum launum.
Óháð því hvernig útgerðirnar bullarar, kvarta og kveina framan í kúgaða fjölmiðlaþrælana ÚTGERÐAR-ALÞJÓÐABANKASTÝRÐU!
Eða veit almenningur kannski ekki að Alþjóðabankinn ætlar að einoka og stýra öllu, án þess að hafa rétt til þess, og án þess að spyrja nokkurn mann um "leyfi"?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.2.2017 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.