"What goes up must come down, spinning wheel..."

Ofangreind orð eru upphafslína textans við lagið Spinning wheel,sem hljómsveitin Blood, sweat and tears söng árið 1969.

Það er eins konar stemning æðruleysis í laginu sem minnir svolítið á stemninguna eftir Hrunið 2008 og hægt að túlka og skilja textann á ýmsa vegu. 

Lagið má telja eitt af fyrstu "fusion"lögunum, sem urðu vinsæl, og í instrumental-millikaflanum í lengri gerðinni, 4:08, sem er spilaðar á trompet, eru spilaðar að minnsta kosti fimmtán sínkópunótur í röð.

En spunahjól tilverunnar er sígilt fyrirbæri, svo sem sagnirnar um sjö góðæri og sjö hallæri, sem skiptast á og koma við sögu í Biblíunni um Jósep og bræður hans.

 

Og ekki þarf annað en að líta á línuritin af hitanum í Stykkishólmi síðan 1845 á síðunni Hungurdiskar hjá Trausta Jónssyni til að sjá hvernig veðurfarið sveiflast sífelllt upp og niður, þannig það, sem fer upp, hlýtur að falla niður á ný.

Þannig getur erlendum ferðamönnum á Íslandi varla fjölgað samfellt endalaust. Og miðað við allar þær fréttir sem sífellt berast af fjárskorti hér og fjárskorti þar þrátt fyrir hið dæmalausa góðæri, verður það sannarlega ekkert tilhlökkunarefni þegar ákveðnu mögulegu hámarki verður náð og leiðin getur ekki annað en legið niður á við, einkum vegna þess að öll hegðun okkar hefur byggst að ekki minni skammtímagræðgi en ríkti á árunum 2002-2008.

Útlendingnum, sem fór um heiminn og taldi byggingarkrana í hverju landi og spáði óhjákvæmilegu hruni hér á landi 2008, myndi ekki lítast á blikuna nú, því að byggingarkranarnir eru orðnir mun fleiri nú en þá.

Og því meira óðagot og fyrirhyggjuleysi, sem ríkir í græðgisbólunni nú en þá, því fyrr og meira verður bakslagið við það að vanrækt hefur verið að styrkja innviði eins og þarf í þessu mikla ferðamannaflóði.  

Lítið dæmi um það mátti sjá á magnaðasta eldfjallasvæði heims norðan Vatnajökuls síðsumars í fyrra. Þrátt fyrir allt masið um að dreifa þyrfti ferðamönnunum og þrátt fyrir að ferðaþjónustan mokaði 534 milljörðum inn í þjóðarbúið í fyrra, var ekki peningur til þess að kosta svo sem einn til tvo landverði á þessu svæði, svo að því var bara lokað besta mánuðinn, sem fékkst til ferða á því í fyrra !  


mbl.is Sagðir undirbúa sig fyrir næstu kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.7.2016:

"Bygg­ing­akrön­um hef­ur farið ört fjölg­andi und­an­far­in ár og á fyrri hluta þessa árs hef­ur Vinnu­eft­ir­litið skoðað 157 krana en þeir voru 165 á fyrri hluta ársins 2007.

Það er aukn­ing frá því sem var á fyrri hluta síðastliðins árs þegar 137 bygg­ing­a­kran­ar voru skoðaðir af Vinnu­eft­ir­lit­inu og 319 á ár­inu í heild.

Ein­ung­is fóru fleiri kran­ar í skoðun hjá Vinnu­eft­ir­lit­inu árið 2007 eða 364.

Árni Jó­hanns­son, for­stöðumaður bygg­inga- og mann­virkja­sviðs hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, seg­ir að þrátt fyr­ir fjölg­un krana sé upp­bygg­ing í land­inu á upp­hafs­stig­um.

"Þetta er rétt að byrja. Það sem er ólíkt við það sem var á ár­un­um fyr­ir hrun er að upp­bygg­ing innviða er ekki haf­in af neinu viti.

Fyr­ir utan Þeistareyki og Búr­fells­virkj­un er ekk­ert í gangi hjá hinu op­in­bera.

Allt var á fleygi­ferð á veg­um hins op­in­bera fyr­ir hrun. Það er ekki svo núna. Upp­bygg­ing­in er studd af einka­geir­an­um,“ seg­ir Árni Jó­hanns­son."

Þorsteinn Briem, 15.2.2017 kl. 17:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 15.2.2017 kl. 17:42

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.

Og Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.

Þorsteinn Briem, 15.2.2017 kl. 17:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park


"Hann var það
, Steini, þegar ég kom þangað 2008."

Ómar Ragnarsson
, 20.3.2013

Þorsteinn Briem, 15.2.2017 kl. 17:46

5 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Þjóðverjar eru nú eitthvað hræddir líka. Þeir eru allavegna að flytja gullforðan heim frá Bandaríkjunum og England þar sem hann var í geimslu. Hvort þeir eru að hugsa um að yfirgefa Evruna og fara í Markið eða að þeim líst ekki á Donald Trum og Teresu. 

Það er allavegna eitthvað í gangi. 

Matthildur Jóhannsdóttir, 18.2.2017 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband