16.2.2017 | 00:27
2ja ríkja lausnin sjötug á næsta ári ef hún verður ekki drepin. .
Tveggja ríkja lausnin svonefnda vegna þeirrar deilu, sem átti að leysa 1948 á vegum Sameinuðu þjóðanna með stofnun Ísraelsríkis og Palestínuríkis hlið við hlið, mistókst í upphafi þegar stríð hófst á milli Ísraelsmanna og arabískra nágrannaþjóða.
Í því stríði og síðar 1956, 1967 1973 höfðu Ísraelsmann betur í öll skiptin og stækkuðu yfirráðasvæði sitt svo mjög samanlagt í þessum átökum, að að það er margfalt stærra en það var í upphafi.
Nú er svo komið að Netanyahu og Trump tala um "eins ríkis lausn" og Trump reynir að gylla þá leið í augum heimsbyggðarinnar, þótt erfitt sé að sjá hvernig eigi framkvæma hana þannig að "báðar fylkingar geti sætt sig við hana."
Tveggja ríkja lausnin ekki sú eina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.