Björt framtíð yst á jaðrinum.

Af 32 þingmönnum í stjórnarmeirihlutanum leggur Björt framtíð til þá 4 þingmenn sem eru yst til vinstri í hægri stjórn. Staða flokksins er því erfið gagnvart þeim, sem kusu hann eins og skoðanakannanir gefa til kynna. 

Að aðeins fjórðungur svarenda í skoðanakönnun sé ánægður með störf nýrrar ríkisstjórnar, þegar hún tekur við völdum í mikilli uppsveiflu af völdum ytri aðstæðna, er óvenju lágt hlutfall. 

Og enn verri er sú útkoma fyrir Bjarta framtíð, að aðeins 13 prósent kjósenda hennar í síðustu kosningum séu ánægðir með þátttöku ráðherra flokksins í stjórninni. 


mbl.is Fjórðungur sáttur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óskaplega óvinsæl,
óttalegt að heyra,
út af því hún er ódæl,
og eitthvað var það fleira.

Þorsteinn Briem, 18.2.2017 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband