18.2.2017 | 12:36
Stigmögnun óvinaímyndarinnar. Þjóðin, það er ég.
Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti kenndi fjölmiðlum, og sérstaklega Walter Cronkite, um það að hann yrði að hrökklast frá völdum vegna Víetnamstríðsins, með því að hætta við að bjóða sig fram til endurkjörs.
Sjónvarpsmyndir af hinu raunverulega eðli stríðsins höfðu þar mest að segja.
Johnson sagði hins vegar aldrei að fjölmiðlar væru óvinir bandarísks almennings og þaðan af síður að myndir og umfjöllun í sjónvarpi væru "falsfréttir" og "falsveruleiki."
Richard M. Nixon sakaði fjölmiðla alla tíð um að vera sér óvinveittir, en hann sagði þó aldrei að fjölmiðlar væru óvinir bandarísku þjóðarinnar og heldur ekki að uppljóstranir þeirra í Watergatemálinu væru "falsfréttir" eða "falsveruleiki."
Donald Trump hefur hins vegar fært svona umræðu á nýtt stig með ummælum sínum og stanslausum fullyrðinguum um að helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna stundi lygar og fals.
Hliðstæð ummæli mátti finna hjá Erdogan hinum Tyrkneska, sem hefur auk þess rekið fjölmiðlafólk, ásótt fjölmiðla og rekið dómara og lögreglustjóra í stórum stíl.
Nú er spurningin sú hvort Trump klæjar í að gera eitthvað svipað. Það verður erfiðara fyrir hann en Erdogan vegna þess hve aðskilnaður framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds er skýrari í Bandaríkjunum en í Tyrklandi.
En viljann hjá Trump vantar áreiðanlega ekki og flestir helstu harðstjórar sögunnar eiga það sameiginlegt að setja samasemmerki á milli sín og þjóðarinnar í anda franska konungsins sem sagði: "ríkið, það er ég" en þykir flottara að orða með orðunum "þjóðin, það er ég."
Fjölmiðlar óvinir almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alltaf karlinn eins og svín,
ekkert hann að marka,
skarnið ætti að skammast sín,
skapillur að þjarka.
Þorsteinn Briem, 18.2.2017 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.