Kvótakerfið lengdi verkfallið.

Langvinn, já, alltof löng verkföll sjómanna, eru ekki nýtt fyrirbrigði. Áður en kvótakerfið var sett á,  voru dæmi um allt að sjö vikna verkföll. 

Sjö vikna verkfall fyrir daga kvótakerfisins voru miklu alvarlegri en átta vikna verkfall nú. 

Ástæðan er tvíþætt: Tæknin og afköstin eru orðin það mikil, að þótt veiðar falli niður í tvo mánuði, er hægt er að veiða allan kvótann á tíu mánuðum fiskveiðiársins. 

En fyrir daga kvótakerfisins veiddu allir eins mikið og þeir gátu allt árið, þannig að sjö vikna hlé var ekki hægt að vinna að fullu upp. 

Í öðru lagi var útgerðin í stöðugu basli vegna lágs gengis krónunnar og óhagræðisins vegna hins óheyrilega mikla sóknarkostnaðar hjá alltof stórum flota. 

Nú er þetta breytt og útgerðarmenn geta engu um kennt nema þrjósku þeirra sjálfra, hve verkfallið varð langt. Það átti ekki að taka átta vikur að leysa mál, sem var algerlega á ábyrgð samningsaðila. Og eftir sex ára bið frá síðustu samningum mátti búast við að sjómenn þyrftu að fá kjarabætur. 

Sjávarútvegsráðherra kemst vel frá þessu máli. Ef velja á milli þess að taka mark á fyrrverandi ríkisskattstjóra eða þingmanni í atkvæðaveiðum, hagsmunagæslu í kjördæmi sínu og hálfgerðri stjórnarandstöðu varðandi eðli sjómannaafsláttarins svonefnda, ætti frekar að vera að marka ríkisskattstjórann fyrrverandi. 

Ummæli og afstaða Páls Magnússonar voru hins vegar skiljanleg af þeim oddvita Sjallanna í kjördæmunum, sem hafði lang mest hlutfallslegt gildi, hefði átt að verða ráðherra og telur skyldu sína að tala fyrir munn þeirra sem kusu hann. 

Tjónið af allt of löngu verkfalli verður hins vegar þungbært fyrir ýmsar smærri útgerðir og sjávarbyggðir og kannski tekur tíma að vinna upp markaði, sem rýrnuðu um sinn. 

Gæði íslensks sjávarfangs ætti hins vegar að geta unnið upp markaðstjónið. 


mbl.is Samið í kjaradeilu sjómanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf best er ekki neitt,
í öllu hér að gera,
og við gátum okkur reitt,
á alveg Kötu þvera.

Þorsteinn Briem, 18.2.2017 kl. 17:26

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Talar Palli tungum punga

sem teljast eiga kvóta.

Sjómenn stíga ölduþunga

annars skulu lögin hljóta.

Ragna Birgisdóttir, 18.2.2017 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband