18.2.2017 | 23:35
Kínverjar breyta heimsmyndinni frekar en Rússar.
Hver hefði trúað því þegar veldi Sovétríkjanna var sem mest, að árið 2017 yrði hagkerfi Rússlands aðeins brot af hagkerfi Kína og minna en hagkerfi Spánar?
Það er Kína miklu fremur en Rússland, sem breyta mun núverandi heimsmynd, og er ekki aðéins í óða önn að breyta henni, heldur hefur í raun breytt henni nú þegar.
Það eina sem gefur Rússum spil á hendi er hið ægilega kjarnorkuvopnabúr þeirra, efldur herafli og meiri heppni varðandi útfærslu á stefnu í málefnum Miðausturlanda.
Kjarnorkuvopnabúrið er að vísu tvíbent vopn, því að beiting þess yrði eitthvað það heimskulegasta sem maðurinn getur gert hér á jörðu, loftslagsváin og þurrð á auðlindum vegna rányrkju meðtalin.
Vill endalok núverandi heimsmyndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.