Járntjöld og múrar rísa .

Það vill svo til að við hjónin áttum leið frá Íslendingaslóðum í Manitoba til Íslendingaslóða í Mountain í Norður-Dakota á bíl sumarið 1999. 

Það var varla hægt að segja að maður yrði var við það að vera að fara á milli landa, svo opin voru landamærin við Emerson á þessum tíma.

En nú er öldin að verða önnur ef marka má nýjustu fréttir af þessum landamærum.

Og svipað hefur verið að gerast í Evrópu. Á ferðum okkar í fyrra voru margra klukkstunda tafir á landamærum Frakklands og Bretlands um vorið og á landamærum Austurríkis og Þýskalands um haustið.

5.mars 1946 flutti Winston Churchill eina af frægustu ræðum sínum í Fulton í Missouri, heimaríki Trumans forseta. "Járntjald hefur fallið um þvera Evrópu" sagði hann í ræðunni, en það orð heyrðist fyrst í þessari ræðu sem bar heitið "Sinews of Peace." 

Er ræðan, þar sem orðið "Járntjald" varð í fyrsta sinn opinbert og var oftast nefnd "Fulton-ræðan" eða "Járntjaldsræðan", talin hafa markað upphaf Kalda stríðsins, þar sem Berlínarmúrinn varð að stóru tákni 1961. 

Nú er talað um annað Járntjald, eða bandarískan Berlínarmúr, sem rísa skuli á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, og í Miðausturlöndum hafa Ísrealsmenn reist múr á milli sín og Palestínumanna. 

Það eru 1946 og 1961 í loftinu á ný nema í Suður-Afríku þar sem múrar Aðskilnaðarstefnunnar féllu árið 1991, en Berlínarmúrinn hafði þá fallið tveimur árum fyrr.

Fyrir 72 árum var Járntjaldið meginatriðið hjá alræðisstjórnum kommúnista í Austur-Evrópu og Berlínarmúrinn var uppfinning þeirra, og sem var fyrirlitin og fordæmd af vestrænum þjóðum. 

Nú virðist öldin önnur. Járntjöld og múrar, svo sem tollamúrar, eru eftirlæti þeirra, sem í mest mæra frelsi, ef um frelsi auðstéttarinnar er að ræða. 


mbl.is Flúðu frá Bandaríkjunum til Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef menn eru að bera saman múra er líklega réttast að bera saman Trump múrinn við Kínamúrinn,en þeir múrar hafa svipaðann tilgang. Berlínarmúrinn hafði þveröfugan tilgang við Kínamúrinn eins og þú veist vel Ómar.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 20.2.2017 kl. 10:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Reykvíkingar yrðum nú ekki í vandræðum með að reisa múr á milli Reykjavíkur og Seltjarnarness til að halda Seltirningum þar sem þeir eiga heima, í stað þess að þeir starfi langflestir hér í Reykjavík og sæki hingað alls kyns þjónustu, vesalingarnir.

Monta sig svo af lágu útsvari, afæturnar, enda kjósa þeir flestir Sjálfstæðisflokkinn.

Þorsteinn Briem, 20.2.2017 kl. 13:11

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er sameiginlegt múrum og járntjöldum, hvort sem þessi fyrirbrigði felast í her- eða lögregluvaldi eða naglföstum mannvirkjum, að þetta eru mannvirki og mannanna verk sem hefta eiga ferðalög og viðskipti, þótt ástæðurnar, sem færðar eru fyrir þeim, séu mismunandi og tímarnir einnig. 

Kínamúrinn er að vísu gott dæmi en var reistur fyrir svo langa löngu, að erfitt er fyrir nútímafólk að átta sig á honum vegna fjarlægðar í tíma og rúmi. 

Ómar Ragnarsson, 20.2.2017 kl. 13:52

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Var á Íslendingaslóðum vestra sumarið 2010, tæpum sjö árum áður en Trump tók við völdum.

Fór um landamærin milli Kanada og Bandaríkjanna þrisvar sinnum í þessari ferð,fyrst með ferðahópnum í rútu og síðan á eigin vegum. Landamæragæslan var mjög ströng, sérstaklega í fyrstu ferðinni þarna yfir, með rútunni. Tók rúma tvo tíma að afgreiða okkar rútu inn í Bandaríkin.

Næsta ferð, þegar ég var á eigin vegum, tók heldur skemmri tíma að komast yfir og í síðustu ferðinni gat ég nánast ekið óhindrað í gegn. Sennilega hefur sú heppni hjá mér að lenda í öll skiptin á sama landamæraverðinum hjálpað þar nokkuð, líklegt að annars hefði ég lent í yfirheyrslum í hvert sinn.

Staðreyndin er að allt frá hausti 2001, hefur landamæravarsla inn í Bandaríkin verið ströng og ekkert sem hægt er að kenna núverandi forseta um. Ekki hefur heyrst að hann ætli að byggja múra á norðurlandamærunum, einungis að klára það verk sem hófst á suðurlandamærunum á níunda áratug síðustu aldar. Reyndar gekk ágætlega með það verkefni síðustu tvö kjörtímabil í Bandaríkjunum, þó ekki hafi tekist að klára verkið.

Gunnar Heiðarsson, 20.2.2017 kl. 14:20

5 identicon

Ef menn eru að bera saman múra er líklega réttast að bera saman Trump múrinn við Kínamúrinn,en þeir múrar hafa svipaðann tilgang. Berlínarmúrinn hafði þveröfugan tilgang við Kínamúrinn eins og þú veist vel Ómar.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 20.2.2017 kl. 18:19

6 identicon

Ef menn eru að bera saman múra er líklega réttast að bera saman Trump múrinn við Kínamúrinn,en þeir múrar hafa svipaðann tilgang. Berlínarmúrinn hafði þveröfugan tilgang við Kínamúrinn eins og þú veist vel Ómar.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 21.2.2017 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband