35% atkvæða nægðu 1931.

Í Alþingiskosningunum 1931 hlaut Framsóknarflokkurinn 35% atkvæða á landsvísu en það nægði til að flokkurinn fengi meirihluta þingmanna, 23 af 42, eða fjögurra atktvæða meirihluta á Sameinuðu Alþingi.

Þetta gerðist vegna mikils misvægis atkvæða í þéttbýli og dreifbýli. 

Framsóknarflokknum hélst hins vegar ekki á þessum sigri og neyddist til að fara í samsteypustjórn með Sjálfstæðisflokknum 1932. 

Þótt kosningar séu að sjálfsögðu ekki það sama og skoðanakannanir, er það veikleikamerki fyrir núverandi ríkisstjórn að hafa aðeins um 35% fylgi til handa ríkisstjórn, sem hefur aðeins eins atkvæðis meirihluta á þingi. 

Svo er að heyra að sumum þingmönnum þyki það ankannalegt ef stjórnin getur komið fram stjórnarfrumvörpum með hjálp nógu margra stjórnarandstöðuþingmanna, án þess að allir stjórnarþingmenn styðji þau, svo sem frumvarpinu um jafnlaunavottun. 

En þetta er svipað og það, sem margar minnihlutastjórnir í nágrannalöndum okkar hafa gert í áratugi, vegna þess að valið stendur á milli stöðugleika og óstöðugleika við stjórn landsins. 

Það er atkvæðatalan sem kemur upp við talningu á þingfundum, sem ræður úrslitum. 

Nú bregður svo við að þrír stjórnarandstöðuflokkar, Píratar, Framsókn og Samfylking hafa álíka mikið fylgi í skoðanakönnun, eða rúmlega tíu prósent. 

Og ef kosningar nú færu á þennan veg gætu Vinstri græn hugsanlega myndað meirhlutastjórn með Pírötum og Samfylkingu. 

En þetta er skoðanakönnun en ekki kosningar. 


mbl.is VG áfram með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það hjálpaði heldur ekki til þá að einmenningskjördæmi voru viðhöfð á þeim tíma utan Reykjavíkur með sína fjóra þingmenn. Líkt og í Bretlandi í dag vann sá sem hafði flest atkvæði þingmanninn í hverju kjördæmi utan Reykjavíkur, og því hægt að vinna meirihluta þingmanna þótt hlutfall atkvæða á landsvísu væri undir þeim meirihluta.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.2.2017 kl. 15:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

 

Í dag:

"Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn njóta mest fylgis
meðal landsmanna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MRR.

Munurinn á flokkunum er innan skekkjumarka.

Vinstri græn mælast með 27% fylgi, jafn mikið og í síðustu könnun í byrjun mánaðarins.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,4% fylgi, litlu meira en í síðustu könnun.

Þrír flokkar mælast með 10-12% fylgi.

Samfylkingin mælist með fylgi í tveggja stafa tölu [10%] í fyrsta skipti í rúmlega hálft ár.

Fylgi við Pírata minnkar úr 13,6% í 11,9% milli kannana.

Fylgi Framsóknarflokksins fer úr 9,7% í 10,7%.

Breytingar á fylgi þessara flokka eru þó innan skekkjumarka."

Viðreisn mælist með 6,2% fylgi og Björt framtíð 5,4%.

Þorsteinn Briem, 20.2.2017 kl. 15:30

3 identicon

Það er dásamlegt að sjá Samfylkinguna komna með 10% og fer hratt stígandi

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 20.2.2017 kl. 15:36

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Verra var, að í nokkrum tvímenningskjördæmum fékk sá flokkur báða þingmenn kjördæmisins ef hann fékk flest atkvæði. 

Ómar Ragnarsson, 20.2.2017 kl. 15:44

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi 10% fá vonandi þá hjálp sem þau þarfnast.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2017 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband