Á þjóðarskömmin við Geysi engan endi að taka?

Ástandið við tvær af þekktustu náttúruperlum Íslands, Gullfoss og Geysi, er lýsandi fyrir það stig, sem við höfum verið á varðandi meðferð á íslenskum náttúruverðmætum, og stingur gersamlega í stúf við það sem er helst hliðstætt erlendis. 

Ef notað hefur verið orðið "ófremdarástand" við Gullfoss, sem verið sé að laga, er erfitt að finna rétt orð fyrir Geysissvæðið, sem er miklu merkara, en samt verr leikið af mannavöldum. 

Í "landi frelsisins", Bandaríkjunum, var 9000 ferkílómetra svæði tekið frá fyrir 147 árum og gert að þjóðgarði og þjóðareign. Á svæðinu eru um 10 þúsund hverir, þar af frægasti virki goshver í heimi, "Old Faithful." 

Allir goshverir heims bera hins vegar heiti Geysis í Haukadal.

"Old Faithful" er skilgreindur sem "Geysir." 

Þjrár milljónir ferðamanna koma í þjóðgarðinn, sem ber heitið "Yellowstone", á hverju ári, og hægt er að aka inn í hann  á fjórum stöðum. Þar eru hlið og mannvirki, þar sem seldir eru "náttúrupassar" fyrir alla þjóðgarða í Bandaríkjunum. Náttúrupassi. Your America

Á náttúrupassanum eru áletranirnar "Proud partner" og "discover your America."

Hver sá sem kaupir sig inn er skilgreindur sem stoltur þáttakandi í því að upplifa nátturuverðmæti Ameríku og varðveita þau óspjölluð fyrir allt mannkynið .

Á Íslandi var hins vegar hrópað um svona hugmyndina að svipuðu fyrirbæri: "Niðurlæging!" "Auðmýking." Náttúrupassi í BNA

Um áratuga skeið hafa landeigendur hagnast á hverasvæðinu við Geysi með byggingu hótels, verslunar og veitingastaðar. En allan tímann og enn í dag er svæðið hrein þjóðarskömm vegna vanrækslu. 

Í Ameríku þjóðareign, ekkert vandamál, engin spjöll, ekki eitt einasta karamellubréf, ekki eitt einasta fótspor. 

Á Íslandi þjóðarskömm, einkaeign en þó hefur ríkið átt hluta og deilur um eignarhlutana staðið áratugum saman.

Endalausar deilur um það, ekkert gert sem komi í veg fyrir það að svæðið vaðist út og stórskemmist.

Erlendis Íslandsvinir tárast við að sjá þetta og allar útskýringar á þessu ástandi eru þeim gersamlega óskiljanlegar og gera málið bara verra, því að undrast er hve lengi pattstaðan varðandi eignarhaldið hefur varað. 

Á þetta engan enda að taka? Hvenær lifir maður það að þurfa ekki að skrifa endalausa pistla um þessi ósköp?  Sennilega ekki úr þessu.   

 


mbl.is „Ófremdarástand“ við Gullfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jóna Sigurðardóttir

Þarna er verið að skrifa um Gullfoss

Ekki rugla þessum tveim perlum saman. Það gerir enginn Íslendingur

laughing

Sigrún Jóna Sigurðardóttir, 20.2.2017 kl. 23:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.10.2016:

"Íslenska ríkið hefur komist að samkomulagi við Landeigendafélag Geysis um kaup á öllum eignarhlutum landeigendafélagsins innan girðingar á Geysissvæðinu.

Þar með er bundinn endi á áratugalangan ágreining um verndun og uppbyggingu svæðisins."

"Samningurinn markar tímamót því hann auðveldar heildstæða uppbyggingu á svæðinu í samræmi við niðurstöðu í hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið sem haldin var fyrir nokkrum misserum."

Ríkið kaupir Geysissvæðið

Þorsteinn Briem, 20.2.2017 kl. 23:43

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er það nýjasta, að ég viti ekki muninn á Gullfossi og Geysi. Þá það.

Fréttin, sem er mér tilefni til að skrifa um Geysi, fjallar um ófremdarástand við Gullfoss, sem verið er reyna að laga. 

Ég sé ekki hvað er svona órökrétt við það að leiða umræðuna að Geysissvæðið, sem er í aðeins sjö mínútna akstursfjarlægð frá Gullfossi, miklu frægara og merkilegra en Gullfoss en miklu verr leikið og er venjulega áfangastaður erlends ferðafólks í sömu ferð þess.  

Ómar Ragnarsson, 21.2.2017 kl. 06:44

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Alveg sammála.  Þetta er þjóðarskömm meðferðin á náttúruperlum.

Mér sýnist nefnilega vera afturför.

Umhverfissóðaskapur fer vaxandi á Íslandi sem hægt er að greina bara á ruslinu sem farið er að henda útum allt.  Íslendingar virðat farnir að henda rusli bara þar sem þeir standa.

Græðgisvæðingin í túristabissnesinum er svo mikil að núna er ekki séns að reyna að stoppa neitt af.  

Þetta fer allt fram af bjargbrúninni og sennilega fyrr heldur en seinna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.2.2017 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband