22.2.2017 | 11:53
Vandræði að hann skyldi ekki heita Christian?
Engin ástæða hefur enn verið gefin upp fyrir því að á íslensku yfirráðasvæði var farþega vísað úr íslenskri flugvél en sá frelsissvipti telur að bandarísk kona hafi annast framkvæmd verksins.
Á meðan staða málsins er þessi, er ekkert óeðlilegt að spurningar vakni um þetta mál, sem nú er komið í breska fjölmiðla og á leið inn á borð utanríkisráðherra Bretlands ef marka má fréttir þar um.
Þar með virðist málið vera milliríkjamál Breta og Íslendinga að boði Bandaríkjamanna.
Ekki er tilgreint í vegabréfum hverrar trúar handhafi þess er, svo að mér sé kunnugt um, og því er skiljanlegt af hverju Juhel Miah telji, að varla geti verið um nema eina ástæðu að ræða fyrir brottvísun hans og frelsissviptingu, sem sé að fornafn hans, Muhammad eða Múhameð, er skráð í vegabréfið. Nafn sem hann notar þó aldrei.
Ef þetta er veröldin, sem við erum á leið inn í, gæti það orðið slæmt að heita nafni eins og Ómar, ef maður er á ferð milli vestrænna landa, en heita Kristinn, ef maður á ferð til Arabalands.
Sjá nánar næsta bloggpistil á undan þessum.
Tók myndband af brottvísuninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það getur komið manni í mikil vandræði ef maður er með Biblíu í farangrinum á ferð um Arabalönd!
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 22.2.2017 kl. 13:44
Loksins kom trúverðug skýring á ferðabanninu, Ómar. Að annað nafn (muhammed) hafi verið skráð í vegabréfið en nafnið (juhel) sem ferðalangurinn hafi gefið upp á ferðapappírum sínum.
Kolbrún Hilmars, 22.2.2017 kl. 13:51
"Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls."
(Halldór Laxness, Innansveitarkronika.)
Þorsteinn Briem, 22.2.2017 kl. 14:41
"Smjörklípa er hugtak sem Davíð Oddsson kom í umferð og er notað yfir þá aðferð í opinberri umræðu að beina athyglinni frá eigin vandamálum eða athöfnum með því að benda á eitthvað annað bitastæðara.
Hugtakið er rakið til Kastljóssþáttar 3. september 2006 en þar var Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri spurður um aðferðir sem hefðu gagnast honum í pólitík.
Hann sagði þá sögu af frænku sinni fyrir vestan sem hafði þann sið að klína smá smjörklípu á heimilisköttinn þegar þörf var á að halda honum uppteknum í smá tíma.
Smjörklípuaðferðin er nátengd orðum Megasar: "Svo skal böl bæta að benda á annað verra.""
Þorsteinn Briem, 22.2.2017 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.