22.2.2017 | 23:28
"Veðurkona frægð nú fær..."
Mexíkóska veðurfréttakonan Susana Almeida hefur nú hlotið meiri heimsfrægð, að minnsta kosti í bili, en nokkur annar veðurfréttamaður.
Þessa frægð hefur hún öðlast fyrir klæðaburð sinn sem var þess eðlis á sjónvarpsskjám að frétt um það og mynd hefur trónað efst á fréttalista mbl.is sem mest lesna frétt dagsins og sennilega á mörgum öðrum löndum. Um það gæti gilt þessi ferskeytla:
Veðurkona frægð nú fær,
svo fýrar andann grípa.
Töff á skjánum trónir mær
sem Trump langar að klípa.
Þetta er ferskeytla, en eðli málsins samkvæmt ætti kannski að breyta henni í það, sem ég hef kallað "sexskeytlur" í rúman aldarfjórðung.
Þá er bætt inn í ferskeytlu stuttri þriðju línu, og til að fá jafnvegi í vísuna er bætt við stuttri, sjöttu línu í endann.
Þá verður sexskeytlan svona:
Veðurkona frægð nú fær,
svo fýrar andann grípa -
- mjög víða.
Töff á skjánum trónir mær,
sem Trump langar að klípa -
- og - bjóða út að borða.
Af tæknilegum ástæðum tókst ekki að tengja þennan bloggpistil við fréttina á mbl.is fyrr í kvöld, svo að það er gert hér í annarri tilraun.
Klæðnaður veðurfréttakonu vekur heimsathygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steini Briem gerði eftirfarandi athugasemd:
Fræg um veröld varð í gær
veðurfréttapíka.
Aðskorin var öll sú mær.
Ómar sá það líka.
Ómar Ragnarsson, 23.2.2017 kl. 00:12
Þið Steini eruð langflottastir
Ragna Birgisdóttir, 23.2.2017 kl. 11:27
Og svo kyssti hann á vöndinn!
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.