Eitt af ótal dæmum um skammtímagræðgina.

Daglega sjáum við fréttir um stóra orðið, sem ræður öllu í þjóðfélagi okkar: GRÆÐGI, - með stórum stöfum. 

Í Fréttablaðinu er sagt frá því hvernig orkan á upphaflega vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar hefur fallið um 78 megavött af 303 á rúmum áratug af því að í upphafi var vaðið þar fram í taumlausri skammtímagræðgi og viðhöfð það sem hefur verið nefnt "ágeng orkuvinnsla", en það er annað orð yfir það sem ekki má nefna: Rányrkja. 

Bent var á þetta árið 2007 í fyrsta bloggpistlinum af tæplega tíu þúsund, sem hafa verið skrifaðir þessari bloggsíðu, en í hvert skipti sem þessi óþægilegi sannleikur kemur fram, er hrópað annars staðar hundrað sinnum að þetta sé "endurnýjanleg orka." 

"Litla fréttin" frá Grundarfirði, segir sína sögu um skammtímagræðgina og gullæðinu í kringum stórvaxandi straum erlendra ferðamanna til landsins. 

Af því að mikill gróði felst í því að leigja íbúðarhús til ferðamanna er svo komið víða, að þeir, sem ættu að njóta góðs af ferðamannastraumnum, hrökklast í burtu til að rýma fyrir erlendum leigjendum, sem borga betur. 

Nú hefur á skömmum tíma myndast mesta húsnæðisekla hér á landi í 75 ár, eða síðan svipuð græðgi greip landann í gullæði stríðsáranna. 

Þrátt fyrir að erlendir ferðamenn hafi mokað 534 milljörðum inn í þjóðarbúið á síðasta ári, örlar ekki á því að við hinir innfæddu tímum að leggja neitt af mörkum til að byggja upp innviði fyrir þjónustu við hinn stóraukna ferðamannastraum. 

Og í Kastljósi í gærkvöldi mátti sjá hvernig þeir, sem græða á ferðamönnum við Mývatn, auglýsa vatnið sem einstæða náttúruperlu og starfsemi sjálfra sín sem íðilgræna á sama tíma sem hið fræga lífríki vatnsins hefur verið á rauðum lista í fimm ár og að allan þann tíma hafa þeir, sem helst eiga að standa vörð um það, stundað það linnulaust að brjóta lög og beygja á alla lund til að komast hjá því að gera lágmarks ráðstafanir til að bjarga vatninu frá dauða. 


mbl.is Gætu þurft að flytja úr bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála hverju orði.

Pétur D. (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 11:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... Sigmundur Davíð var helmingseigandi aflandsfélagsins Wintris Inc. frá því í nóvember 2007 og til ársloka 2009.[23]

Félagið var stofnað 27. nóvember 2007 en félagið var á lista yfir tilbúin aflandsfélög í umsjón Mossack Fonseca í Panama.

Félagið er staðsett á eyjunni Tortóla sem er hluti af Bresku Jómfrúareyjunum.

Starfsmaður eignastýringar Landsbankans í Lúxemborg óskar eftir að Wintris Inc. sé tekið frá.

Þann 28. nóvember 2007 sendir sami starfsmaður Landsbankans í Lúxemborg fyrirmæli til Panama vegna Wintris og óskar eftir að prókúruhafar verði tveir, Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og að 50% skuli vera í eigu Önnu Sigurlaugar og 50% í eigu Sigmundar Davíðs.

Wintris Inc. gerði kröfu upp á tæplega 400 milljónir króna í slitabú Kaupþings og gamla Landsbankans (LBI).

Samþykktar kröfur félagsins í slitabú Kaupþings og Landsbankans námu samtals um 260 milljónum króna. Ein lýst krafa félagsins upp á ríflega 134 milljónir í bú Kaupþings var hins vegar hafnað af slitastjórn.[24]

Þann 25. apríl 2009 er Sigmundur Davíð kjörinn á Alþingi Íslendinga. Hann skráði félagið Wintris Inc. ekki í hagsmunaskráningu þingmanna eftir að hann var kjörinn á þing, þrátt fyrir að hafa verið prókúruhafi á þeim tíma.[25]

Þann 31. desember árið 2009 selur Sigmundur Davíð eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu, hlut sinn í Wintris Inc. á einn bandaríkjadollar ($1), degi áður en breytingar á lögum um tekjuskatt taka gildi.[26]

Lögin kveða á um að tekjur erlendra fyrirtækja í lágskattaríkjum beri að skattleggja hjá eigendum þeirra.

Í september 2010 tekur Anna Sigurlaug yfir framkvæmdastjórn Wintris Inc. en engin gögn eru til um það að prókúruhafaréttur Sigmundar Davíðs hafi verið afturkallaður. [23]"

Þorsteinn Briem, 5.3.2017 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband