Skilaboðin: Þið hafið verra af ef þið hlýðið okkur ekki!

Nú þykir ýmsum það vera að renna upp fyrir sér, hvers vegna Donald Trump dáist að Vladimir Pútín og vill, í ljósi þess að hann verði honum fremri, fara fram úr Pútín í að segja fjölmiðlum stríð á hendur. 

Pútín hefur aldrei gengið svo langt að kalla fjölmiðla "óvini þjóðarinnar" og raunar minnist ég þess ekki að nokkur þjóðarleiðtogi á Vesturlöndum hafi skilgreint fjölmiðla með svona orðum síðustu 70 ár, ekki einu sinni Franco, Salazar eða gríska herforingjastjórnin. 

En sú skilgreining að óæskilegir fjölmiðlar séu "óvinir þjóðarinnar" býr til sóknaráætlun, sem er pottþétt: 

Ef þeir fjölmiðlar sem nú er bægt frá því að fjalla um málefni sem á að ræða um á "opnum" blaðamannafundi, reyna að andmæla eða andæfa þessari kúgun og grímulausu ritskoðun, er þessi mótspyrna túlkuð sem svo, að þessir fjölmiðlar sýni og sanni með þessu að þeir séu "óvinir þjóðarinar" og óvinir Trumps, því að eins og franskur einvaldskonungur sagði forðum: "Ríkið, það er ég", er hugsun Trumps sú sama: Þjóðin, það er ég.

Fjölmiðlunum er komið út´í horn, þar sem eina undankomuleiðin frá því að vera bannfærðir er að falla á kné og kyssa á vöndinn. 

 


mbl.is Völdum fjölmiðlum meinaður aðgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður hefur þetta sama viðgengist hérna á Íslandi frá 1518 og til dagsins í dag að fólkið er óvinur auðvaldsins og ber að hlýða og hætta allri ölmusu og gjöfum til almúgans annars verða þeir saksóttir sem leggja ölmusuliðinu og þurfalingum lið og ef ekki er til matur þá að vísa ómögum út á guð og gaddinn! Ómar minn á meðan að allsráðandi fjölmiðlar flokka eru við lýði sem að telur fólki trú um ýmsar staðreyndir? sem ekki hafa verið færðar sönnur á og almenningur kokgleypir allt og trúir liggur við að dauða þó svo að öll lygin hafi komið í ljós áratugum fyrr!Og hvað gerðist ekki fyrir hrun og hvað er að gerast í dag bölvuð græðgin og undanskot fjármuna og kannski eru 900 milljarðar farnir út aftur með hjálp SÍ? Einvaldur er til á Íslandi og það er sá sem að fólkið greiddi atkvæði sitt og vildi fyrirgefa 1300 milljarða sem hurfu til ýmissa skattaskjóla og svo vilja kjósendur ekki tala um viðskipti og kannski skjalafals ofl BjarnaN1IceHot1? Bara að borga allt í topp og líka alla kennitöluflakkarana sem að sá vill ekki setja LÖG Á!! Barðist sá hinn sami á móti því að banna kennitöluflakkið og eftir það 2013 þá er almenningur að borga 35 milljarða fyrir vildarvini út af flakkinu og hækkar og hækkar!!!

ÖRNINN

Örn Ingólfsson (IP-tala skráð) 25.2.2017 kl. 06:33

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar verð að taka undir það sem Örninn segir. Þú veist mæta vel að sumir fjölmiðlar eru andvígir sitjandi stjórn. Sjáðu síðasta dæmið hjá RÚV með Þorgerði Katrínu þegar sagt var að hún hafi hótað sjómönnum reyndi einhver að verja hana. Hvað sagði Trump á þessum fundi niður í Melborne í FL. Sjáið hvað skeði í gærkveldi í Svíþjóð. Hann var að vísa í þátt sem hann sá hjá Fox en hversvegna fór allur fjölmiðla heimurinn af stað þegar sannleikurinn var að þetta umrædda kvöld skeði ekkert en alla aðra daga og daginn eftir. Veistu sannleikan og ég veit að þú veist hann að það eru öfl hér í heiminum sem vilja Trump dauðan en það er fólk í báðum flokkunum og það eru peningaöflin miklu. Lofum Trump að gera heiðarlega tilraun að koma völdum aftur til fólksins. Ég hlustaði á Jón Baldvin í fyrradag en hann veit þetta þótt hann hafi gert lítið úr Trump og kallað hann loddara.    

Valdimar Samúelsson, 25.2.2017 kl. 08:13

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Valdimar.

Þið hafið verra af ef þið hlýðið okkur ekki! , hljómar nú í svolítilli andstöðu við  að gera heiðarlega tilraun að koma völdum aftur til fólksins.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.2.2017 kl. 08:29

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Smári það hljómar ekki ef hann hefir sagt þetta. Spurnin hvar finn ég þetta eða eru þetta falsfréttir. Ég hefði vilja sjá og sjá þetta í samhengi við málefnið. Þú veist að það er hægt að klippa orð eða setningu úr ræðu og segja við hvern mann sem er. Sérðu hvað hann sagði.  

Valdimar Samúelsson, 25.2.2017 kl. 11:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sænska ríkisstjórnin hefur sett upp sérstaka síðu á ensku þar sem hraktar eru fullyrðingar Trumps og stuðningsmanna hans um innflytjenda- og öryggismál í Svíþjóð."

Þorsteinn Briem, 25.2.2017 kl. 12:41

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Svíi að nafni Nils Bildt ræddi við þáttastjórnandann Bill O'Reilly á Fox News í gærkvöldi.

Bildt þessi var í þættinum titlaður "varnar- og þjóðaröryggismálaráðgjafi" og tók hann undir orð Donalds Trump um að innflytjendur væru orsök glæpa og annarra vandamála í sænsku þjóðfélagi.

Viðtalið vakti nokkra athygli í Svíþjóð, ekki síst vegna þess að þar kannast fáir við Bildt og hvað þá að hann sé sérfræðingur í varnar- eða þjóðaröryggismálum.

Hvorki sænska utanríkisráðuneytið né varnarmálaráðuneytið segjast kannast við Bildt.

Í úttekt Dagens nyheter um málið kemur fram að Nils Bildt hafi flutt frá Svíþjóð árið 1994.

Hann reki eða hafi rekið fjölda öryggisfyrirtækja í Bandaríkjunum en var síðast skráður til heimilis í Tókíó.

Bildt hafi svo verið handtekinn í júní 2014 fyrir að ráðast á lögreglumann í Virginíuríkí í Bandaríkjunum og dæmdur í árs fangelsi."

Þorsteinn Briem, 25.2.2017 kl. 12:51

7 identicon

Sæll Ómar.

Donald Trump hefur leikið fjölmiðla grátt og
mætt þeim á sínum forsendum og fjandinn vorkenni þeim!

Ekki er ofmælt að tala um listrænan gerning af hálfu Trumps
í þessum samskiptum þar sem hann frá fyrstu tíð hefur ævinlega
haft betur og snúið þeim út og suður að eigin geðþótta.

Og alltaf skulu þeir falla í sömu gryfjuna upp aftur og aftur!
 

Húsari. (IP-tala skráð) 25.2.2017 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband