25.2.2017 | 15:44
"Sérstaklega önnur og þriðja kynslóð múslima."
Í að minnsta kosti einni af ræðum Donalds Trumps í kosningabaráttunni sagðist hann ætla að margefla leyniþjónustu og lögreglu í Bandaríkjunum til þess fylgjast ekki aðeins með komum múslima og íbúa múslimaríkja og Arabaríkja til Bandaríkjanna, heldur jafnvel enn frekar þeim múslimum, sem búa þegar í Bandaríkjunum.
Trump fullyrti að 2. og 3ja kynslóð múslima væru svo hættulegar, að fylgast yrði sérstaklega með þeim í komandi lögregluríki. Mátti skilja á honum að þetta væri varasamara fólk vegna þess að þæð væri fætt og uppalið í Bandaríkjunum.
Nú sjást þess þegar merki að byrjað sé á því að sækja að þessu fólki, og að loforð Trumps verði efnt, úr því að maður, sem fæddur var í Bandaríkjunum fyrir 44 árum og uppalinn þar, er settur undir sérstaka smásjá, stöðvaður og sviptur frelsi í tvær klukkustundir fyrir þær sakir einar að heita sama nafni og heimsfrægur faðir hans, einhver þekktasti Bandaríkjamaður síðustu aldar.
Í dag má sjá af sjónvarpsumfjöllun af fjöldafundi Trumps að hann segist aðeins vera í starfi fyrir Bandaríkjamenn eina en alls ekki sem heimsborgari eða einstaklingur sem tilheyri mannkyninu, heldur eingöngu Bandaríkjamaður og ekkert annað.
Veröldin utan Bandaríkjanna komi honum ekki við, aðeins Bandaríkin og æskilegir þegnar þeirra.
Því að enda þótt Múhammad Ali yngri sé fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum nægir það ekki til þess að hann geti treyst því að vera áfram frjáls maður í landi frelsisins.
Maður var að vona að bloggpistill minn fyrir viku um það að hæpið væri að ég fengi að ferðast til komandi dýrðarríkis Trumps vegna nafns míns, mætti skilja sem hálfkæring.
En úr því að fæddur og uppalinn Bandaríkjamaður er litinn illu auga vegna nafns síns, er hugsanlega mun líklegra að útlendingar með því hræðilega nafni Omar verði teknir í bakaríið ef þeir voga sér að ætla að heimsækja Guðs eigin land.
Sonur Muhammad Ali stöðvaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Donald Trump er furðufugl,
falskur hann upprifinn,
alveg galið allt hans rugl,
af sér sjálfum hrifinn.
Þorsteinn Briem, 25.2.2017 kl. 16:11
Neyðarlög ríkja nú í Frakklandi. Þau voru sett á í nóvember 2015 í kjölfar hryðjuverka innfæddra múslíma ásamt múslíma frá öðrum löndum. Múslímar í Frakklandi eru undir hertu eftirliti.
Frönsku neyðarlögunum hefur nú verið framlengt fjórum sinnum og þeim á ekki að létta af fyrr en eftir forsetakosningar á miðju þessu ári. Það er að segja ef hægt verður þá að halda kosningar í landinu.
Þetta virðist ekki hafa fregnast yfir til þín Ómar. Það er ekki gaman að þurfa að búa í landi þar sem neyðarlög ríkja og þar sem manna þarf verslunarmiðstöðvar með vélbyssuberandi hermönnum. Og þar sem foreldrar fá ekki að koma inn á þau barnaheimili þar sem börn þeirra eru pössuð á af ótta við hryðjuverk af þeirra höndum. Þú ættir að prófa að búa við þetta í svona eins og 20 ár Ómar. Að búa við að þurfa horfa á eftir landi þínu komast í svona ásigkomulag.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2017 kl. 20:09
Hvaða fasistar (múslimar)í Evrópu flykkjast til Sýrlands sem jihadistar?
1. kynslóð? Nei, Ómar. Í öllum vestur Evrópskum löndum eru það 2. og 3. kynslóð og nánast undir öllum kringumstæðum eru foreldrarnir óvitandi og undrandi, en viðurkenna þó, að börnin hafi stundað mosku heisóknir mikið meira en áður.
Það vita allir sem vilja vita, að heilaþvotturinn fer fram í moskum en ekki á heimilum. SEPO í Svíþjóð telur að um 300 jihadistar frá Svíþjóð séu í Sýrlandi.
Allt þetta lið er að sjálfsögðu á bótum í Svíþjóð og þurfa ekki að hafa áhyggjur þegar þeir kom heim, því svíar gera ekki neitt sem getur truflað þá. Þú veist, þetta með múslimafóbíuna.
Trump hefur 100 prósent rétt fyrir sér í þessum efnum og það er aðeins veruleikafyrt fólk sem ekki veit hvað er að gerat í þessum heimi.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 25.2.2017 kl. 20:25
Ómar hvað ertu að fárast út í Donald Trump. Þú veist að hann er að vinna að kosningaloforðum og líklega fyrsti þjóðhöfðinginn sem gerir það í þessari veröld. Finnst þér slæmt er hann deportar ollum ólöglegum innflytjendum frá Mexico þ.e. þá sem koma yfir suður landamærin. Finnst þér slæmt að hann stoppi dópsmyglara. Hvort hann taki til fanga son Alí er ekkert þitt né okkar mál. Eða hvað finnst þér ertu kannski að koma af stað falsfréttum. ???
Valdimar Samúelsson, 25.2.2017 kl. 20:34
Vita herrarnir nr. 2 og 3 ekki að Múhameð Alí annar er ekki af annarri eða þriðju kynslóð innflytjenda heldur voru forfeður hans fluttir með ofbeldi til BNA fyrir 200 árum eða svo? Vita þeir ekki að faðir Múhameðs Alís annars hét Cassius Clay fram á sjöunda áratug síðustu aldar og var kristinn en turnaðist til Íslam vegna þess að honum blöskraði hræsni og kynþáttahyggja þeirra sem kölluðu sig kristna?
Þessi aðgerð gagnvart manni sem ekkert hefur til saka unnið annað en heita Múhameð er beinlínis fáránleg og heiðarlegu fólki til aðhláturs og réttmætrar hneykslunar.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.2.2017 kl. 20:58
"Múhameð spámaður er vandamálið¨, viðtal við Hamed Abdel-Samad:Peter Voß fragt Hamed Abdel-Samad
Hörður Þormar, 25.2.2017 kl. 21:26
Er auðvitað alveg hrikalegt.
Ennfremur er merkilega furðulegt að sjá bullið í ofsa-hægrimönnum hér uppi.
Er alveg ótrúlegt hvernig þessi rugl muslimafóbíu umræða er að þróast.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.2.2017 kl. 21:37
Þorvaldur S
Við vorum bara að vinna félagirnir þegar Caccus Clay kepti við Floyd Pattersson 1965 - hvað varst þú að gera þá ? Og Ómar Bjarki - þú ert svo mikið barn að þú ert ekki farinn að átta þig á tilvistinni ennþá.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 25.2.2017 kl. 22:41
Þorvaldur S
Cassius Marcellus Clay, svokallaður "Muhammad Ali" snérist til þeirrar pólitísku trúarlegu hugmyndafræði sem innvígðir nefna ISLAM.
Sonur hans er því af annari kynslóð. Um það verður ekki deild, en miklu frekar um nauðsyn þessara aðgerða.
Friðrik Ingvi (IP-tala skráð) 26.2.2017 kl. 12:13
Raunhæf ábending, Friðrik.
Þegar ég les mig til um fasisma þá er eins og verið sé að lesa um islam, nema islam er með miklu strangari lög gagnvart lýðnum. Mussolini lét aldrei hálshöggva eða steina almenna borgara á togum. Islam er margfalt grimmari fasismi og gott dæmi er atlaga Recep Tayyip Erdogan á meðborgara sína í Tyrklandi.Hann er búinn að reka forsætisráðherrann og er að undirbúa fasistastjórn með sig sem diktator. Könnun í Tyrklandi sýnir að helmingur þjóðarinnar styður Erdogan.
Engar frétti berast um hversu marga einstaklinga er búið að myrða í hans nafni nú síðustu vikur og frá fasistaríki má ekki búast við miklum fréttum.
Vesturlandabúar verða að gera sér grein fyrir því, þegar verið er að taka á móti þessu fólki, þá er verið að flytja áhangendur fasisma af grimmustu gerð inn í samfélagið. Múslimar taka ekki upp lýðræðislega stefnu, því þeir eru aldir upp í fasisma (islam) og telja það besta stjórnarfarið.
Hatursorðræður eru mest frá múslimum og GG fólki í opinberum fréttamiðlum og það fer oft hrollur um mann þegar múslimarnir (fasistarnir) er að öskra á okkur heimamenn.
Það er allt í lagi fyrir suma að hugsa öðru hvoru.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 26.2.2017 kl. 13:01
Sæll allir
Ég er sammála Valdimar í öllu sem hann skrifar.
Merry (IP-tala skráð) 26.2.2017 kl. 15:32
Valdimar! Ætli ég hafi ekki verið sofandi eins og 9 ára börn eiga að gera á nóttunni þegar þeir kepptu Cassius Clay og Patterson.
Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 26.2.2017 kl. 20:32
Þakka, Merry, og vonandi eru fleiri t.d. síðuhöfundur meðvitaður um stöðuna á vesturlöndum í dag.
Það er mikill kostur að hafa áralanga reynslu að búa erlendis og fylgjast með þróuninni nánast beint í æð. Maður sér tilvistina í allt öðru ljósi.
Þorvaldur S. Gaman að vita.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 26.2.2017 kl. 20:54
Ja, þú spurðir Valdimar minn.
Hitt er svo afleitt að helvítið hann Trump skuli hafa klikkað svona hrapallega þegar hann valdi sér nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. Ég samhryggist því innilega þeim víðsýnu og umburðarlyndu sem hér hafa lagt orð í belg.
http://www.visir.is/mcmaster-versta-martrod-theirra-sem-haldnir-eru-andud-a-islam-innan-hvita-hussins-/article/2017170228984
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.2.2017 kl. 08:40
Þorvaldur og aðrir:
Allir stjórnmálamenn sem eru nokkuð langt komnir í stjórnmálum eru eingöngu með "já" fólk í kring um sig og eru oft með ranghugmyndir um raunveruleikann.
ÉG les út úr þessari frétt að Bannan yfirmaður þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna, telji trúarbragða hluta islam orsakavald hryðjuverka, en McMaster, sem er þjóðaröryggisráðgjafi sjálfs forsetans, með mikla reynslu í Írak, telur að fasistiska hugmyndafræðin í islam með útþenslustefnu, sé orsakavaldur hryðjuverka.
Islam er eins og borgarísjaki, það sem stendur upp úr er trúarbragða hliðin, en allt það sem er undir yfirborðinu eru stjórnmál.
Allir kannast við "islam eru trúarbrögð friðarins". Það getur svo sem vel verið, en frá pólitísku sjónarmiði er islam ekki friðvænleg, heldur þver öfugt.
Ég held að það sé mjög gáfulegt af Trump, að leiða samann tvo reynslubolti í þessum málum og fá eittvað af viti til að vinna úr.
Það sem ég er mest óhress með hjá Trump, að hann skuli feta í spor Obama með morðum á borgurum Yemen til að þóknas hel. aröbunum. Trump lofaði að draga úr hernaðarátökum, ef hann kæmist að og vonandi sér hann að sér að elta stríðsstefnu Obama og Hillary. Ekki gleima því að það voru þau, sem sprengdu Líbýu í tætlur og komu ISIS til valda þar.
Gefum Trump eitt ár áður en við dæmum gjörðir hanns, hann á rétt eins og aðrir, þótt hann sé ekki krati.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 27.2.2017 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.