Þróunin: Hindranir, höft, múrar, togstreita, ýfingar.

Alþjóðavæðingin svonefnda hefur smám saman lyft hundruðum milljóna manna, sem áður voru bláfátækir öreigar í þróunarlöndunum, upp fyrir fátækramörk.  Hún hefur líka lækkað verð á margvíslegum varningi, sem framleiddur hefur verið í þessum löndum og seldur um allan heim. 

En hún hefur líka valdið breyttum atvinnuháttum hjá því verksmiðjufólki á Vesturlöndum, sem áður vann við framleiðsluna og hefur valdið atvinnuleysi, af því að ekki fundust úrræði til að bregðast við hinni breyttu stöðu og skapa þessu fólki aðstæður til að hasla sér völl í nýju umhverfi. 

Alþjóðavæðingin hefur líka gert moldríkasta fólk veraldar auðugra og valdameira en nokkru sinni fyrr.

Nú hafa mislukkuð hernaðarleg inngrip vestrænna þjóða inn í líf þjóða í Arabalöndunum og ókostir alþjóðavæðingarinnar magnað upp ástand, sem líkist að sumu leyti upphafi svipaðra hindrana, hafta og togstreitu í byrjun kreppunnar miklu um 1930.  

En það eina sem virðist ævinlega halda áfram er auðræðið, sívaxandi völd örlítils hluta mannkyns. 

Sumir virðast mjög upprifnir yfir þessu og skrifa allt að því fjálglega um það, á hve merkilegum tímum við lifum á, tímum vaxandi ýfinga á milli trúarbragða og þjóða með vaxandi hindrunum, höftum, múrum og togstreitu. 

Svipað gerðist í kringum 1930 en vonandi verður framvindan ekki svipuð næsta áratuginn núna, og hún varð þá.  


mbl.is Bandaríkjamenn þurfi vegabréfsáritanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki annað en hægt að vera sammála þessari færslu Ómar.

Ótrúlegt að maður skuli upplifa það að sjá veröldina/heiminn

færast aftur í fortíðina.

Það er svo margt sem mann langar til að segja,

en þorir ekki, vegna hættu á, að í þessum nútíma,

þá er málfrelsið og skoðanir ekki lengur frjálsar.

Menn hundeltir, bæði af stjórnvöldum og þeim sem

vita alltaf best hvað þú átt að segja og hugsa.

Þannig er nú komið fyrir frjálsræðinu, sem einu

sinni átti að vera hornsteinn alls lýðræðis.

Frelsi til að tala og tjá sig um hin ýmsu

málefni og skoðanir, eru farnar fjandans til.

Allt í nafni lýðræðis.

Ef þér dettur í hug að hafa skoðun á einhverju,

þá ertu, ef einhverjum líkar ekki vel, með "hatursumræðu".

Ekki hægt að toppa þetta betur í okkar svokallaða

frjálsu samfélagi.

Við á Íslandi erum komin aftur á byrjenda reit

hvað varðar frjálsa tjáningu og skoðanir.

Næsta skref þeirra sem ekki þola umræðu eða skoðanir

er að loka fyrir mogga-bloggið.

Þegar það skeður, þá skal fólk muna hverjir

það voru sem stóðu með skoðanafrelsi, málfrelsi og

tjáningarfresli án þess að vera þaggaðir niður vegna

fólks sem illa þolir gagnrýni.

Þöggun, útúrsnúningar, mannorðsníð, fals og lygi,

eru einmitt einkenni á því fólki sem við þurfum að varast.

Held samt að báturinn (Ísland) sé sokkinn og að

bjargbeltinn hafi verið fyrir útvalda.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 4.3.2017 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband