4.3.2017 | 17:04
Benedikt lagði línurnar strax.
Benedikt Jóhannesson lagði línurnar fyrir núverandi ríkisstjórn strax fyrstu dagana eftir kosningarnar. Hann sagði tvennt:
1. Viðreisn verður ekki þriðja hjólið á vagni fyrrverandi stjórnarflokka.
2. Það er ljóst af stöðunni eftir kosningarnar að ég ætti að fá umboð til stjórnarmyndunarviðræðna.
Samtímis gerðist þetta:
3. Björt framtíð límdi sig við Viðreisn, svo að eigi varð þar sundur slitið.
Augljóst var að staða Viðreisnar hægra megin við miðju ylli því að þangað myndu hann og Óttar Proppé halla sér. Aðeins eitt gat komið í veg fyrir það:
Tveggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.
Að sjálfsögðu vildu Sjálfstæðismenn frekar vinna með Viðreisn og Bjartri framtíð en Vinstri grænum af því að í stjórn með Vg yrði að gefa meira eftir heldur en í hægri stjórn.
Ekki hvað síst ef "villikettirnir" í stjórn með Vg yrðu of margir. Það hefðu þeir orðið ef Vg ætlaði að gera sig "stjórntæka" með aðal andstæðingi sínum.
Sporin frá árunum 2003-2007 hvað varðaði Samfylkinguna hræddu: Samfó vildi gera sig "stjórntæka" með því að mikill meirihluti þingmanna hennar samþykkti árið 2003 bæði á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur hrikalegustu umhverfisspjöll Íslandssögunnar og ávann sér síðan að verða raunverulega stjórntæk í ríkisstjórn Geirs H. Haarde.
Sú sælutíð entist í aðeins rúmt eitt og hálft ár og endaði með stórfelldasta efnahagshruni í sögu fullveldir þjóðarinnar.
Samstarfið lá í loftinu allan tímann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
26.7.2016:
Píratar, Vinstri grænir og Samfylkingin (en ekki Björt framtíð) útiloka að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum
Þorsteinn Briem, 4.3.2017 kl. 19:25
"Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir líta út fyrir að flokkurinn sé í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndun.
Áður en hann hélt inn á fund forseta sagðist hann aðspurður ekki útiloka neitt stjórnarsamstarf nema eitt og átti þá við að ganga inn í meirihlutasamstarf með fráfarandi ríkisstjórnarflokkum.
"Þetta var áhugavert útspil," sagði Benedikt aðspurður um þær hugmyndir Pírata að styðja minnihlutastjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna.
Þetta væri ekki eitthvað sem flokkurinn útilokaði."
Steini Briem, 31.10.2016
Þorsteinn Briem, 4.3.2017 kl. 19:27
Hér er einhver misskilningur á ferðinni því enginn möguleiki var á að mynda tveggja flokka meirihluta-stórn eftir kostningarnar í október. Til þess þurfti lágmark 3 flokka.
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir hafa samanlgt aðeins 31 þingmenn.
Daníel Sigurðsson, 4.3.2017 kl. 23:59
Já, ég gleymdi að minnast á þessa vitleysu í Ómari Ragnarssyni og fjallað var um þessar stjórnarmyndunartilraunir fram og til baka í tvo mánuði.
Bæði Píratar og Vinstri grænir fengu tíu þingmenn og eru því næst stærstir á Alþingi.
Og fyrst er að sjálfsögðu reynt að mynda meirihlutastjórn.
Alþingiskosningarnar árið 2016
Þorsteinn Briem, 5.3.2017 kl. 00:33
Gjörsamlega óskiljanleg framkoma Benedikts og BF.
Þeir hefðu átt að prófa segja fyrir kosningar hvað þeir ætluðu sér.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2017 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.