8.3.2017 | 10:45
Gullgrafaraæði í dansi í kringum gullkálf.
Á sama hátt og gullgrafaraæði rann á örþjóð úti við heimskautsbaug, sem ætlaði sér að verða helsta fjármálamiðstöð Evrópu og mesta stóriðjuþjóð heims í upphafi þessarar aldar, hamast nú allir, sem vettlingi geta valdið til að stunda nýja tegund af gullgreftri.
Í ljós kom þegar fyrri dansinn í kringum ímyndaðan og upplblásinn gullkálf, endaði í hruni, og að það sem andófsfólk hélt þá fram, reyndist rétt varðandi það að "eitthvað annað, svo sem ferðaþjónusta" byði upp á betri möguleika en rústun íslenskra náttúruverðmæta til þess að gefa íslenska orku á gjafverði til erlendrar stóriðju.
Að stórum hluta byggt á rányrkju.
Og fari svo, að ferðaþjónustugræðgisæðisbólan springi framan í okkur, er ekkert orð betra en rányrkja til að lýsa því hvernig vanrækt er að undirbyggja innviði og umgerð sem er forsenda þess að "dýrasta land í heimi" standi undir nafni og uppsprengdu verði, hvar sem litið er.
Íslenska ríkið helsti gullgrafarinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.