Samt á að vaða yfir með risaháspennulínur.

Á Alþingi í dag mátti heyra einn þingmanninn endurtaka enn og aftur bullið um "að tryggja afhendingaröryggi til heimilanna" með risavöxnum háspennulínum og virkjunum um allt land, sem við nánari skoðun kemur í ljós að eiga aðeins að þjóna stóriðjunni. 

Suðurnesjalínan risavaxna, sem á að fara yfir viðkvæmustu vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins fyrir ofan Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og Reykjavík, mun ekki aðeins valda gríðarlegri sjónmengun, heldur verður það ekki einn og einn stakur jeppi, sem þar verður á ferð, heldur stórvirkar vélar í samræmi við stærð verkefnisins.

Jeppinn, sem valt, er stórmál, en vélvæddar stórframkvæmdir munu væntanlega fljúga í gegn.  


mbl.is Vernda auðlind til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvort suðurnesjalína er góð eða slæm hef ég litla skoðun á. En sú gamla er orðin gömul sumir vilja koma henni í jörð gerðlegt en viljan vantar eins er hægt að fara ströndina og frá suðurlandi og filgja suðurstrandarveigi. skilst að aðeins 20%, orku reykjnesvirkjunar sé nýtur á svæðinu gætu menn þá ekki akið vinslu þeirrar orku á svæðinu. um aðra landshluta eru vandtræði með flutníng á orku. línur ornar gamlar svo endurníunar er þörf. þó stóriðja sé kanski ekki það skemtikegasta atvinutækið hefur hún þó orðið til þess að suðurland og stór reykjavíkursvæðið sé með næga orku til að fullnægja þörfum sínum ómar man kanski eftir rafmagnsleisi forðum daga í reykjavík fyrir daga straumsvíkur, en var úr söguni að mestu eftir að stóriðjan kom

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 9.3.2017 kl. 11:26

2 identicon

"að tryggja afhendingaröryggi til heimilanna"  Er nauðsyn td Vestfirðir Norðausturhornið hafi nægt rafmagn.Þú ert greinilega á þeirri skoðun að landsbyggðin eig að sitja hjá í lífsgæðum.Einnig þarf að huga að því að flestar stórvirkjanir eru nánast á sama svæði,og ef til eldgoss kæmi nærri þeim gætu þær lamast algjörlega.Ert þú ánægður með að hafa þetta svona.Nauðsin fyrir vestfirðinga að virkja meira þar.Einnig þarf að huga að virkjunm í Skagafirði og Jökulsá á Fjöllum ásamt Skjalfandafljót til að tryggja næga raforku í landinu.

LSD, virkjun (IP-tala skráð) 9.3.2017 kl. 20:20

3 identicon

Þetta er kjörið fyrir  vestfirðinga

http://www.bbl.is/frettir/frettir/braedur-fra-bakkafirdi-skoda-ofluga-vatnsaflsvirkjun-i-skjaldfannardal/15134/

Og fyrir Skagfirðinga

http://www.ramma.is/media/vatnsafl/Skata-C.pdf

Og þetta er góð hugmynd líka

http://veggurinn.is/26/11/2015/ny-virkjun-98-mw-i-bardardal/

LSD virkjun (IP-tala skráð) 9.3.2017 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband