Þarf að finna að samnefnara slysannna.

Til þess að hægt sé að minnka slysahættu í Silfru þarf að finna samnefnara slysanna. Nema að menn vilji fara einföldustu leiðina og banna alla köfun þar.

En þótt slikar lausnir séu alltaf einfaldastar, felst í slíku alger uppgjöf gagnvart viðfangsefninu, sem er að leita leiða til að auka öryggi með því að greina og rannsaka málið ofan í kjölinn með sem minnstum afleiðingum. 

Nú eru slysin orðin það mörg, að með því að grandskoða þau og bera þau saman, eru meiri líkur en ella á því að lausn finnist án afdrifaríkra skyndiákvarðana. 

Ýmsar athafnir, tómstundaiðja og íþróttir eru hliðstæðar, þar sem slysahætta er að vísu fyrir hendi, en reynt í ljósi reynslu að minnka hana eins og kostur er. 

Í flugi gilda til dæmis reglur, sem beinast gegn helstu áhættuþáttum á því sviði. Um flugvélar, smíði þeirra, viðhald og rekstur, gilda ákveðnar reglur, og sömuleiðis um líkamlega færni og getu flugmanna og andlega þætti, alhliða lágmarksþekkingu þeirra á flugi og færni til að stjórna flugvélum. 

Nefna má sem dæmi, að til þess að halda við þeim réttindum til takmarkaðs atvinnuflugs, sem ég hef, þarf að fara tvisvar á ári í fluglæknaskoðun, fara í færnispróf á ákveðnu fresti í samræmi við réttindin og fljúga ákveðinn lágmarkstíma varðandi einstök atriði réttindanna. 

Í því skyni var ég síðast að fljúga fyrir nokkrum dögum og sem reglulega persónulega athugun að hlaupa í gærvkvöldi upp stiga undir tímatöku á skeiðklukku sem lið í 50 mínútna líkamsrækt.  

 


mbl.is Sammála lokuninni á Silfru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Góður pisill Ómar að venju.

Félagi og vinur minn til margara ára, frá Philadelphiu USA,

45 ára, hefur komið til Íslands á hverju ári sl. 18 ár.

Það sem hann elskar, er að fara í sumdlaugarnar hérna heima og

heitu pottana. Samt stendur alltaf eitt upp hjá honum.

Það er það að hafa aldrei lært sund.

Hann vildi óska þess, að það yrði gert að skyldu hjá

grunnskólabörnum í USA að læra sund.

Kannski, og ég segi kannski, er þetta ein af þeim ástæðum

sem eru að valda þessum slysum.

Allir eru tilbúnir í allskonar ævintýri og halda jafnvel að

allt sé eins og í vatnsrennibrautargarði.

Myndir frá Silfru, eru svo fallegar, ævinitýralegar, að fólk heldur, og aftur

kannski, að þetta sé eitthvað sem allir geta gert.

Ég held að vinur minn hafi rétt fyrir sér þegar hann segir

að flestir, og þá á ég við flestir, séu ósyndir fyrir þá

sem fæddir eru fyrir 1968 frá USA.

En þetta er bara ein af mörgum hugmyndum hvað og hvers vegna

þessi ömurlegu slys eiga sér stað.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.3.2017 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband