14.3.2017 | 12:17
Hinn bandaríski "útskýrari." "Enginn er betri..."
Jóhannes Þór Skúlason fjölmiðlafulltrúi Sigmundar Davíðs á sínum tíma hafði oft nóg að gera við að útskýra ýmislegt sem forsætisráðherrann var að gera eða gera ekki.
Kölluðu sumir hann Jóhannes útskýrara fyrir bragðið.
Eitt af þessu var að útskýra af hverju SDG var í ósamstæðum skóm á ljósmynd, sem tekin var af honum á fundi forsætisráðherra Norðurlanda með Barack Obama forseta Bandaríkjanna.
Nú er svipað fyrirbæri komið upp í Bandaríkjunum þar sem Sean Spicer er útskýrarinn en Trump þjóðarleiðtoginn.
En nú bregður svo við að hlutverkunum virðist víxlað, því að það er útskýrarinn sjálfur sem er á ósamstæðum skóm og það miklu ósamstæðari en SDG var nokkurn tíma, og skór Sigmundar voru báðir svartir, en skór hins bandaríska útskýrara í tveimur litum, svörtum og brúnum.
Það er ekki laust við að maður sakni svolítið þess tíma þegar nóg var að gera hjá hinum íslenska útskýrara, því að það gaf oft tilefni til skemmtilegrar umræðu.
Sem dæmi má nefna þegar SDG ákvað að fara ekki til Parísar á vit þjóðarleiðtoga fjölda þjóða til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í þeirri borg.
Þá kom nefnilega í hugann hugsanlegt kjörorð fyrir SDG í stjórnmálabaráttu hans, sem fengið gat tvöfalda merkingu í þessari vísu í lokahendingu hennar:
Forystu Íslands féllust hendur.
Til Frakklands var þess vegna enginn sendur.
Héðan fór enginn yfir hafið,
því enginn er betri en Sigmunduru Davíð.
Spicer fetar í fótspor Sigmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sigmundur Davíð never more - Myndband
Þorsteinn Briem, 14.3.2017 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.