17.3.2017 | 16:25
Stór varðeldur við hliðina á einni stærstu púðurtunnu heims.
Flækjustig átakanna í Sýrlandi og Írak undanfarin ár hefur verið alveg nógu stórt þótt Ísraelsmenn blandi sér ekki í þau.
Þau réttlæta árásir á skotmörk í Sýrlandi með því að hamla gegn sendingum frá Sýrlandi til Hezbollah skæruliða í Líbanon og telja sig vera að sinna öryggishagsmunum sínum.
Svona eins konar varðeldur alveg ofan í einni af hættulegustu og stærstu púðurtunnum heims.
Þegar Saddam Hussein lét skjóta eldflaugum til Ísraels í Flóastríðinu gerði hann það til að egna Ísraelsmenn til andsvara.
Að beiðni Bush eldri, þáverandi Bandaríkjforseta, héldu Ísraelsmenn að sér höndum og uppskáru það að þegar öllu var á botninn hvolft, þjónaði það öryggishagsmunum þeirra betur en að grípa til gagnárása.
Árásir og gagnárásir Ísraelsmanna og Sýrlendinga eru áhyggjuefni, mikið áhyggjuefni.
Afdrifarík átök í háloftunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er engu líkara en svörtustu og grimmustu myrkraöflin stjórni Páfaveldis-Ísrael og co?
Svo segjast þeir vera kristnir og trúa á góðan Guð?
Þvílík hræsni og lygi!
Heimsbyggðarinnar flest og friðsamlegt fólk hefur fengið nóg af þessum yfirgangsdjöflagangi og stríðsvillimennsku Ísraelsvaldaníðs-ránum í öðrum ríkjum.
Yfirlækna-valdamafíur heimsins eru orðnar sturlaðar af græðgi og siðblindu!
Hættulegu og heimsdreifðu hernaðarvillimennskunnar Ísraels-vopnarána krabbamein. Páfa-ríkjaskattpíningar-Vatíkanshernaðar co.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.3.2017 kl. 00:29
Sæll.
@ASG: Þú ert úti á túni að tjalda eins og svo oft áður.
ÓR talar um hátt flækjustig í Sýrlandi. Það er að hluta til rétt, fréttamenn skilja fæstir eðli átakanna þar. Átökin þar eru fyrst og fremst átök milli shía og súnnía. Það sést gleggst á því hverjir styðja hverja.
Það sem hefur ekki farið hátt er að Kaninn er að dæla vopnum í uppreisnarmenn og þessir uppreisnarmenn eru í reynd hryðjuverkamenn eða aðilar sem vinna með hryðjuverkasamtökum. Sjá hér:
https://www.youtube.com/watch?v=Vgmnohv4HP4
Vesturlönd bera því miður mikla ábyrgð á hörmungarástandinu í Sýrlandi og þeim flóttamannastraumi sem þaðan liggur.
Af hverju eru Vesturlönd að skipta sér að átökunum í Sýrlandi? Af hverju er skattgreiðendur á Vesturlöndum látnir fjármagna átök sem þeim er í mörgum tilvikum alveg sama um?
Helgi (IP-tala skráð) 18.3.2017 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.