17.3.2017 | 21:29
Hve mörg prósent af þeim sem upphaflega fyrirhuguðu Íslandsferð?
Hvað eru 1500 afbókanir á fyrirhuguðum Íslandsferðum hjá norsku ferðaheildsölufyrirtæki stór hluti af þeim sem voru búnir að láta bóka sig hjá þessu fyrirtæki?
Og hve algengt er þetta hjá erlendum ferðaheildsölufyrirtækjum?
Þetta fylgir ekki sögunni, og þess vegna lítið auðveldara að átta sig á umfangi afbókananna heldur en það kæmi frétt um að ákveðinn fjöldi Þjóðverja hefði snúist hugur varðandi það að kaupa Volkswagen.
Síðan er á það að líta að miðað við umræðu um það að nauðsynlegt sé að draga úr fjölgun ferðamanna til landsins kann það hreinlega að vera eina leiðin til þess takmarks, að bókunum í Íslandsferðir hætti að stórfjölga ár eftir ár.
Hefur ekki áhyggjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Síðan er á það að líta að miðað við umræðu um það að nauðsynlegt sé að draga úr fjölgun ferðamanna til landsins ..."
Enginn stjórnar fjölda erlendra ferðamanna sem dvelja hér á Íslandi, eins og undirritaður hefur bent hér á mörgum sinnum.
Þorsteinn Briem, 17.3.2017 kl. 21:48
Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.
Og Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.
Þorsteinn Briem, 17.3.2017 kl. 21:51
Þeir sem vilja vera með íslensku krónuna sem framtíðargjaldmiðil okkar sem búum hér á Íslandi verða að sjálfsögðu að sætta sig við að að lágt verð í íslenskum krónum fáist fyrir til að mynda sjávarafurðir sem fluttar eru út héðan frá Íslandi vegna þess að erlendir ferðamenn moka hér inn erlendum gjaldeyri sem hækkar gengi íslensku krónunnar.
Þorsteinn Briem, 17.3.2017 kl. 22:04
Ómar, Getur það virkilega verið rétt að Bláa lónið komist ennþá upp með að borga ekki ekki 24% Virðisaukaskatt.
að Ríkið fær ekkert frá þeim af túristunum?
Kolbeinn Pálsson, 17.3.2017 kl. 23:18
Ég veit það ekki, enda er það smámál miðað við þá stöðu sem nýjustu landmælingar sýna varðandi virkjanasvæðin á Nesjavalla-Hellisheiðarsvæðinu og Svartsengis/Eldvarpa - Reykjanesvirkjunarsvæðinu, að þessi svæði eru á fallanda fæti í allri merkingu og land hefur sigið á þeim um allt að 18 sentimetra.
Þetta auk annarra talna um hratt fallandi orku gerir það að verkum að kostnaðarútreikingarnir varðandi virkjanirnar voru kolrangir og við blasir tap, nema að orkuverð til almennings verði hækkað, sem verið er að gera.
Gerðir voru orkusölusamningar til allt of langs tíma miðað við þessar hörmungar stöðu.
Þetta er sérstaklega átakanlegt vegna þess að þeir, sem óðu af stað með þessi ósköp fyrir rúmum áratug, eru löngu stokknir burtu og ágætis fólk, sem hefur þurt að taka við, lendir í því að reyna að bjarga því sem bjargað verður.
Ómar Ragnarsson, 18.3.2017 kl. 00:30
Auðvitað vill ferðamannabransinn og sjávarútvegurinn snar fella gengið og flytja þar með tekjur og eignir almennra launþega í landinu yfir til sín. Hver myndi ekki vilja það?
Ég hef einnig ýmsar hugmyndir um það hvernig hægt er að flytja tekjur og eignir útflutningsatvinnuveganna yfir til mín!
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2017 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.