19.3.2017 | 21:44
Veðjuðu eigendur "snjóhengjunnar" með eða á móti Íslandi?
Eftir aðdraganda Hrunsins er eðlilegt að sett sé spurningarmerki við stórar erlendar fjárfestingar í íslenskum bönkum og efnahagslífi.
Þessi spurning er eðlileg í ljósi þess, að þegar hagstætt vaxtaumhverfi og hátt gengi krónunnar síðustu árin fyrir Hrun lokkuðu erlenda "vogunarsjóði" og aðra erlenda fjárfesta til þess að kaupa sér efnivið í það, sem átti eftir að fá nafnið "snjóhengjan" var mikið gumað að því hve það væri mikil viðurkenning fyrir Ísland og íslenska efnahagsstjórn að sjóðirnir "væru að veðja með bönkunum og Íslandi."
Nú væri gott að fá vandaða útskýringu á því af hverju þetta sé á ný orðið það jákvætt, að svipaðar fullyrðingar og hafðar voru á lofti frá 2005-2008 séu svo góðar og gildar að þeim beri að fagna nú.
Ef sjóðirnir voru að veðja á móti Íslandi 2005-2008, af hverju var hinu gagnstæða haldið fram á þeim tíma?
Veðja nú með Íslandi en ekki á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vissirðu að um helmingur "snjóhengjunnar" var í eigu "hrægamma" sem kom svo í ljós að töluðu íslensku eins og þeir hefðu hana að móðurmáli?
Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2017 kl. 22:24
Er auðvitað alveg hillaríus uppákoma.
En staðfestir það sem eg hef marg, margsagt fólki, - að við vitum í raun ekki neitt um fjármálavafstrið á bakvið tjöldin.
Sjallar eru alltaf að ljúga í okkur, bulla bara svoleiðis í þjóðinni og spila með hana eins og á banjó.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2017 kl. 23:26
Ómar Bjarki. Eru allir aðrir en "sjallar" þá saklausir af því að "ljúga í okkur, bulla bara svoleiðis í þjóðinni og spila með hana eins og á banjó"?
Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2017 kl. 23:37
Og Moodys lánshæfismats glæpagengið komið einkanakladdann á loft, til að lofa lánshæfismat Íslands, eins og fyrir bankaránið 2008?
Og fjármálaráðherra er hamingjusamur með að geta tekið lán í nýrri hræru af erlendri innistæðulausri Moodys og Standard&Poors Mattador-spilavítis-loftbólu?
Einhversstaðar las ég í dag að söluandvirði Arion bankasvindlsins ætti svo að fara í að greiða niður ríkisskuldir?
Ný bóla í smíðum í boði glæpamyrkra aflanna á bak við tjöldin! Hringrás Mammon-andskotans á fullri ferð ennþá, og gefið í ef eitthvað er.
Þetta er sturluð og helsjúk græðgi.
Guði sé lof fyrir engilinn Mikael Torfason, sem talaði í Silfri dagsins fyrir hönd þeirra fjölmörgu á Íslandi, sem ekki geta varið sig fyrir valdníðsluglæpabönkum í þessu samfélagi. Hann talaði greinilega af einlægni frá hjartanu, og það sem sagt er af slíkri hugsjón, einlægni og eldmóði nær til fólks. Það er bara þannig.
Takk Mikael :)
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2017 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.