Auglýsingin "Kápþinking" ætti að fá skylduáhorf.

Þegar Kaupþing fékk einn þekktasta leikara Breta til þess að leika í rándýrri auglýsingu um nýja yfirburðasnilli íslenskra bankamanna var ekki verið að skafa neitt utan af hlutunum. 

Því var blákalt haldið fram að innan veggja bankans hefði verið fundin upp algerlega ný aðferð við fjármálastarfsemi, sem væri allt öðruvísi en hinar úreltu aðferðir fram að því, og verðskuldaði því að hljóta alþjóðlegt heiti: "Kaupthinking!", borið fram "Kápþinking!" 

Þessi yfirburða snilldaraðferð gerði bankanum kleyft að verða í forystu í fjármálalífi heimsins og við það að horfa á auglýsinguna sást greinilega að hinn íslenski ofurbanki myndi á methraða verða ein af grunnstoðunum í því að gera Ísland að miðstöðu fjármálaheimsins þegar fram liðu stundir.

Margir eru vafalaust búnir að gleyma þessari einstæðu auglýsingu, en hún var einfaldlega þess eðlis, að hún má ekki gleymast þegar aftur eru farnar af stað gamalkunnar fléttur og vafningar.

Ætti að verða skylduáhorf næst á undan Áramótaskaupinu á hverju gamlárskvöldi.  


mbl.is Kaupþing banki óstarfhæfur frá 2003?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

Þorsteinn Briem, 28.3.2017 kl. 06:27

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem vilja vera með íslensku krónuna sem framtíðargjaldmiðil okkar sem búum hér á Íslandi verða að sjálfsögðu að sætta sig við að lágt verð í íslenskum krónum fáist fyrir til að mynda sjávarafurðir sem fluttar eru út héðan frá Íslandi vegna þess að erlendir ferðamenn moka hér inn erlendum gjaldeyri sem hækkar gengi íslensku krónunnar.

Steini Briem, 18.3.2017

Þorsteinn Briem, 28.3.2017 kl. 07:09

8 identicon

https://www.youtube.com/watch?v=Rkz-hjpch38

Halldór (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 08:33

9 identicon

Nei, það var ekki verið að skafa neitt utan af hlutunum. En hvað var eiginlega í gangi á skerinu á þessum tíma? Epidemic veruleikafirring, sturlun sem lagði undir sig nær alla þjóðina, ríkisstjórnina, stjórnarandstöðuna, forsetann, fjölmiðla og rauðhálsa landsbyggðarinnar. Stórastir í heimi. Og ef einhver "kjáni" í útlandinu tók ekki undir halelújha sönginn, var honum sagt að fara í endurmenntun, strax. Hvað brást, hvaða hafa félagsfræðingar um þetta að segja? Ekkert?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 09:58

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.

Og Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 28.3.2017 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband