31.3.2017 | 03:30
Blindir olíuhagsmunir ráða för.
Rétt eins og steinold og bronsöld fengu nöfn af notkun þessara hráefna, mun tími okkar, sem nú lifum á jörðinni, verða nefndur eftir hráolíunni og kallaður olíuöldin.
Munurinn er hins vegar gríðarlegur hvað umfang og tímalengd snertir.
Umfang olíunýtingarinnar er hrikalegt og sömuleiðis línuritið yfir notkunina, sem rís eins og stærðar stólpi upp á þeim blöðum þar sem slíkar tölur verða sýndar grafískt.
En ekki síður verður brattinn upp og niður athyglisverður, því að olíuöldin verður hvað tímalengd snertir aðeins örstutt brot af þeim tíma sem steinöld og bronsöld tóku.
Öld jarðefnaeldsneytis hófst með iðnbyltingunni á 18. öld, færðist í aukana með gufuskipunum og járnbrautunum á 19. öld, en síðan óx notkun olíunnar með veldishraða á 20. öldinni og hefur náð hámarki núna.
Ljóst er, að leiðin hlýtur að liggja niður á við á þessari öld og að olíuöldn verði varla lengri en rúmlega öld.
Olían er takmörkuð auðlind en skammtímasjónarmið helstu stórfyrirtækja og stórvelda eru svo yfirgengileg og skammtímagróðinn svo mikill, að nú hafa forystumenn tveggja ríkja, sem dýrka jarðefnaeldsneyti öllu fremur, Bandaríkjanna og Rússlands, tekið höndum saman um að sinna í engu varnaðarorðum vísindamanna varðandi afleiðingarnar af því að nú hefur þegar verið dælt svo miklu af koltvísýringi upp í lofthjúpinn, að hann hefur ekki verið meiri í fjórar milljónir ára.
Og höfin súrna jafnt og þétt með vaxandi afleiðingum fyrir lífríki þeirra.
Til skamms tíma á Rússland allt undir því að geta grætt sem mest á olíuvinnslu til að bæta upp hinar litlu þjóðartekjur landsins.
Ein af helstu ástæðum falls Sovétríkjanna á sínum tíma var þaulhugsuð flétta Bandaríkjamanna og Sádi-Araba um að auka svo mikið framboð á olíu, að verðið félli og Sovétríkinn yrðu af miklum tekjum af olíuútflutningi.
Olían á engan sinn líka í að stjórna heimsmálunum og hefur í raun gert það síðan um miðja síðustu öld. Skeytingarleysið um afleiðingar á þessari takmarkalaus dýrkun á olíuguðnum er algert.
Hlýnun jarðar ekki af mannavöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hlínun af mannvöldum.?. veðurfar stjórnast af hafinu aðmínu mati.flekahreifíngar + eldgos á hafspotni + jarðskjálftar + stopaði ekki golfstraumurin um tíma, hitt er annað olíjan er nauðsinleg þar sem hún er í jörðinni vegna þess að hún hreifist minna en vatn og hefur því dempandi áhrif á jarskjálfta. hvernig skildi standa á því að fornar borgir í mið austurlöndum sem hafa lifað af marga jarðskjálfta en hrinja nú lígt og homs sogufræg borg vegna forna byggínga
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 31.3.2017 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.