5.4.2017 | 18:55
Stóriðjustefnan lögð af í orði en tuttugufölduð á borði.
Magnaður tvískinnungur birtist í því að lýsa því hátíðlega yfir að stóriðjustefnan verði aflögð í Helguvík á sama tíma, sem það kemur fram að áfram verði haldið með "verkefni, sem eru komin of langt til þess að hægt sé að hætta við þau."
Þessi tvö verkefni eru að umfangi tuttugu sinnum stærri en verksmiðja United Silicon er núna, og á það bæði við um orkuþörf og framleiðslumagn.
Álverið eitt mun þurfa minnst næstum tvisvar sinnum meiri raforku en öll heimili og fyrirtæki Íslendinga þurfa nú.
Fyrir liggur yfirlýsing forráðamanna þess álvers og álversins, sem rísa átti á Bakka, um að lágmarksstærð sé í kringum 360 þúsund tonn til að það beri sig.
Samt er verið sé að reyna "túrbínutrix" með því að segja að aðeins 120 þúsund tonna álver muni rísa "sem fyrsti áfangi".
En raunin verður svipuð og á Reyðarfirði þar sem túrbínutrixið fólst 120 þúsund tonna álveri, sem síðan var sagt að yrði verða þrisvar sinnum stærra til að bera sig.
Álverið í Helguvík í "viðunandi stærð" mun kosta samfellt net virkjanamannvirkja allt frá Reykjanestá um Reykjanesskagann endilangan og austur um hálendið allt til Skaftárhrepps.
Síðasta ríkisstjórn lýsti á fyrsta starfsdei sínum því einróma yfir sem forgangsmáli að klára byggingu álvers Norðuráls í Helguvík.
Sú yfirlýsing hefur ekki verið borin til baka, hvork af þeirri ríkisstjórn né þeirri sem nú situr, heldur er leikið tveimur skjöldum, annars vegar sagt að stóriðjuframkvæmdum sé hætt en hins vegar að standa verði við fyrri samninga um tuttugu falda aukningu stóriðjunnar í Helguvík!
![]() |
Magn arsens mælist 1 ng/m3 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það átti sisona að reisa álverið með tilheyrandi virkjunum, aðallega úr jarðhita,á árabilinu 2011 til 2015. Það heyrðist ekki í mörgum sérfræðingum um jarðhita hvá við því.
https://www.youtube.com/watch?v=6-E5BBVuTeM&feature=youtu.be
Pétur Þorleifsson , 5.4.2017 kl. 19:31
1.11.2013:
Ferðaþjónusta nú stærsta starfsgreinin í Reykjanesbæ
Þorsteinn Briem, 5.4.2017 kl. 19:51
12.10.2016:
Gríðarleg fjölgun starfa á Keflavíkurflugvelli á næstu árum
Þorsteinn Briem, 5.4.2017 kl. 19:52
22.3.2017:
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) eftir átta ár
Þorsteinn Briem, 5.4.2017 kl. 19:53
2.3.2017:
Norðurál ekki hætt við álver í Helguvík
Þorsteinn Briem, 5.4.2017 kl. 20:04
Skipulagsstofnun: Kísilver í Helguvík þarf 130 MW þegar það er komið í fulla stærð, sjá bls. 4
Norðurál: "Álver í Helguvík þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð."
Álver í Helguvík þyrfti því um fimm sinnum meiri raforku en kísilver á sama stað.
Og samtals þyrftu álverið og kísilverið 755 MW.
Steini Briem, 14.5.2014
Þorsteinn Briem, 5.4.2017 kl. 20:12
"Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar.
Afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan fer öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði."
Þorsteinn Briem, 5.4.2017 kl. 20:19
Nýjar virkjanir á Suðurlandi:
Skrokkölduvirkjun 35 MW,
Hvammsvirkjun 82 MW,
Holtavirkjun 53 MW,
Urriðafossvirkjun 130 MW,
Hágönguvirkjun, 1. áfangi 45 MW,
Hágönguvirkjun, 2. áfangi 90 MW,
Búðarhálsvirkjun 95 MW.
Samtals um 530 MW.
Háhitasvæði á Reykjanesskaga:
Eldvörp 50 MW,
Sveifluháls 50 MW,
Gráuhnúkar 45 MW,
Hverahlíð 90 MW,
Meitillinn 45 MW,
Sandfell 50 MW,
Reykjanes 50 MW,
Stóra-Sandvík 50 MW.
Samtals um 430 MW.
Og engan veginn víst að allar þessar virkjanir komist í gagnið að einhverju eða öllu leyti.
Og álver verður ekki reist á Húsavík.
Steini Briem, 21.11.2012
Þorsteinn Briem, 5.4.2017 kl. 20:30
19.3.2012:
"Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýjanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."
"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir Stefán og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."
Þorsteinn Briem, 5.4.2017 kl. 20:38
Það heyrðist í Stefáni,það er rétt. Hann sagði að jarðhitavirkjanir hentuðu ekki stóriðju: http://podcast.ruv.is/spegillinn/08052009.mp3
http://blog.pressan.is/larahanna/2009/04/15/orkuutrasin-og-sjalfsblekkingin/
Pétur Þorleifsson , 6.4.2017 kl. 00:03
Það heyrðist líka í þáverandi orkumálastjóra um að sölusamningarnir við Norðurál væru galnir. En aðeins á einum fundi.
Allar tilraunir mínar til þess að láta fjölmiðlana vita af þessu urðu árangurslausar. Ekki einn einasti fjölmiðlamaður hafði áhuga á þessu og þagað var þunnu hljóði.
Ómar Ragnarsson, 6.4.2017 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.