Trump er óútreiknanlegur.

Donald Trump gagnrýndi Barack Obama harðlega í kosningabaráttu sinni fyrir að eyða peningum í stríðsrekstur í Miðausturlöndum. Og gagnrýndi að billjónum dollara væri eytt í afskipti Kana af alls konar málum í fjarlægum heimshlutum svo sem Miðausturlöndum. Nú kveður heldur betur við annan tón. 

Hann, sem áður gagnrýndi lögregluhlutverk Kana lætur ráðast á skotmark í Sýrlandi þegar í stað, áður en búið er að rannsaka viðkomandi mál. 

Menn klóra sér í hausnum og vita ekki sitt rjúkandi ráð. 

Fyrir kosningar voru á kreiki alls konar neikvæðar yfirlýsingar hjá honum og hans mönnum í garð Kínverja og jákvæðar gagnvart Rússum og Pútín.

Nú kveður við allt gerbreyttan tón á fundi ráðamanna Bandaríkjamanna og Kínverja.

Ef þessi látalæti og hringlandaháttur verða áfram mun það gera öðrum þjóðum erfitt fyrir að bregðast við þeim viðburðum og uppákonum  sem af þessu kunna að leiða.

Og jafnframt að auka hættuna á mistökum eða röngum ákvörðunum og viðbrögðum.   


mbl.is „Nú hækkar hitastigið til muna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar minn. Eftir allan þinn fréttamannaferil ættir þú að vita mjög vel, að þjóðhöfðingjar ráða engu, svona einir og sér. Og líklega ekki fjölmiðlamenn heldur?

Ef þú værir aðeins yngri Ómar minn, þá myndi ég heimta það að þú sem fréttamaður færir á flug-frúnni þinni upp í himingeimsins nýjustu mengunarstríðs aftökuskýjanna svartamökk, með sýnatökusíu. Og fræddir okkur svo um hvaða mengun leyndist í síunni fræðinganna Sverge-rannsökuðu?

En þú sleppur nokkuð vel við það verkefni, því þú ert ekki neitt fréttafjölmiðlanna flugrannsóknar unglamb lengur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.4.2017 kl. 22:24

2 identicon

i þessu myndbandi er sinnt hverjir stuðnings menn Trumps eru eða eigum við að sega raunverulegir eigendur

https://www.youtube.com/watch?v=Vcd-yvudYSg

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.4.2017 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband