8.4.2017 | 00:47
Endurtekið: Umboðsmaður komandi kynslóða!
Engin kynslóð Íslandssögunnar hefur haft jafn mikil neikvæð áhrif á umhverfið og náttúru landsins á kostnað komandi kynslóða eins og sú sem nú lifir hér á landi.
Við erum rúmlega 300 þúsund, en komandi kynslóðir skipta milljónum. Margfaldur meirihluti þeirra, sem gjörðir okkar skipta máli, hefur ekki atkvæðisrétt þegar þetta mikla misrétti milli kynslóða fær að leika lausum hala í rányrkju og óafturkræfum neikvæðum áhrifum á landið, hafið og auðlindir lands og sjávar.
Við erum með umboðsmann lifandi barna. En þau sem eiga eftir að koma, eru margfalt fleiri.
Þau þurfa rödd, sem túlkar hagsmuni þeirra ekkert síður en núlifandi börn, sem þurfa sin talsmann og hafa hann.
9 ára í mál við stjórnvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig getur þú sagt þetta, gróður í íslenskri náttúru hefur aukist um tugi prósenta á þeim árum sem þú hefur lifað.
Þegar ég fæðist er mannfjöldi um 88þúsund en er í dag um þrjúhundruðogþrjátíuþúsund. Gróður í Reykjavík var mjög fátæklegur sem og annarsstaðar á landinu. Það var víða kynnt með olíu sem nú er kynnt með heitu vatni.
Maður þarf ekki annað en að skoða gamlar myndir til að sjá breytinguna til hins betra í náttúru Íslands. Ég held þú viljir fara aftur í torfkofana og fá að kynda með taði eða mó og nota lýsi sem ljósgjafa.
Kynslóðin í dag hefur gert margt til að bæta umhverfið og annað er bara lygi.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.4.2017 kl. 11:57
Umboðsmaður þess að gera ekki neitt og meina komandi kynslóðum að gera nokkuð. Einstaklega heimskulegt og vanhugsað.
Með rányrkju og óafturkræfum neikvæðum áhrifum á landið, hafið og auðlindir lands og sjávar höfum við haldið landinu í byggð gegnum aldirnar.
"Skógi vaxið milli fjalls of fjöru" og forfeður okkar ákváðu að gera sér og afkomendum sínum frekar heimili og framtíð en stunda einhverja verndarstefnu engum til gagns.
Hábeinn (IP-tala skráð) 8.4.2017 kl. 15:14
"Viði vaxið..."
Már Elíson, 8.4.2017 kl. 23:50
Landnámabók: "Garðar fór þá til Noregs og lofaði mjög landið. Hann var faðir Una, föður Hróars Tungugoða. Eftir það var landið kallað Garðarshólmur, og var þá skógur milli fjalls og fjöru."
Hábeinn (IP-tala skráð) 9.4.2017 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.