Þarf ekki að vera einn allsherjar Disneygarður.

Ísland þarf ekki og á ekki að verða einn allsheryar Disneygarður fyrir ferðamenn. Hægt er að nefna fjölda þjóðgarða erlendis, þar sem umferð ferðamanna er margfalt meiri miðað við flatarmál en er hér á landi, en samt er málum þannig skipað að á nægilega stórum svæðum sé umferð takmörkuð við að hver ferðamaður geti upplifað algerlega ósnortna náttúru, kyrrð og frið. 

Þjóðgörðum er skipt í fimm mismunandi stig eða flokka eftir raski og umferð. Auðveldast er að koma böndum á aukinn ferðamannafjölda með því að gera sem stærstan hluta landsins, svo sem á miðhálendinu, að þjóðgarði. 

Í vesturhluta Norður-Ameríku svipar aðstæðum í þjóðgörðum mjög til aðstæðna hér. 

Í Banff-Jaspers þjóðgarðinum í Klettafjöllum er að finna allar fimm gerðir friðunar. 

Við aðalinnganginn úr austri er þjónustuþorp við Lovísuvatn (Lake Louise). Þar er mannvirkjum þannig hagað, að þau séu afturkræf, en staðurinn er í neðsta þrepi. 

Reynt er að öðru leyti að hafa þjónustu- og gistiþjónustu rétt utan marka þjóðgarðsins. 

Á því svæði,  sem telst til efsta stigs þjóðgarðsins, koma örfáir á hverju ári. Sums staðar eru aðstæður svo erfiðar að takmörkun fjöldans kemur af sjálfu sér. 

Annars staðar er beitt ítölu til að viðhalda ástandi svæðisins. 

Til eru vandaðar kvikmyndir, ljósmyndir og bækur af þessum svæðum, sem tryggja það að fólk viti hvað mannkynið hefur þarna til vörslu.

Hér á landi ríkir að mestu ringulreið í þessum efnum í stað þess að hér hefði fyrir löngu átt að rannsaka ofan í kjölinn reynslu annarra þjóða og finna til þess verks þá Íslendinga, sem mesta þekkingu hafa á ferðaþjónustu og þó einkum meðferð þjóðgarða og verndarsvæða.  


mbl.is Upplifi ekki landið sem Disney-garð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband