Björgunarsveitirnar verða að hafa fjármagn til að fylgjast með tækninni.

Fjölgun ferðamanna og vaxandi verkefni björgunarsveitanna kalla á það, að þær geti fylgst með tækninni og endurnýjað og bætt búnað sinn.

Þessi pistill er skrifaður í fyrstu jöklajeppaferð minni í fimm ár, og þótt ekki sé liðinn meiri tími frá síðustu ferð bera sumir jepparnir þess glögg merki, hve miklar tækniframfarir eru í ´smíði þessar farartækja, sem svo mikla byltingu hafa fært okkur í ferðalögum um allt land við hin verstu skilyrði.

Fjarskiptaframfarir eru líka nauðsynlegar. Þar sem ég er núna, rétt hangir 3G inni, en efling fjarskiptakerfis og staðsetningarbúnaðar er líka mikilvægur.

Af því að 3G merkið er svona veikt og dettur út af og til, er alveg á mörkunum að hægt sé stunda fjarskiptin sem fylgja þessu kerfi.

Til dæmis get ég ekki tengt þennan pistil við frétt á mbl. is um þessi málefni, eins og leikur einn er ef 3G merkið er traust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband