15.4.2017 | 22:43
Stjarna fædd í Öskubuskuævintýri.
Einhver magnaðasti handboltaleikur um langa hríð var leikinn í Hafnarfirði í dag og útsendingin stóð í tvær og hálfa klukkustund.
Alls voru skoruð 92 mörk í þessum maraþonleik, sem var ekki síst merkilegur fyrir þær sakir, að Fram hafði misst frá sér tíu leikmenn fyrir þessa leiktíð og var skiljanlega spáð því að skítfalla.
Þetta Öskubuskulið lagði hins vegar Íslandsmeistarana í þessum leik og var með 16 ára barn í markinu, Viktor Gísla Hallgrímsson, sem varði á þann hátt, að segja má að stjarna sé fædd í íslenskum handbolta, nokkurs konar íslenskur Landin.
Þessi leikur var síðan einstakt ánægjuefni fyrir mig að horfa á sem mann, sem var skráður inn í Fram þremur mánuðum fyrir fæðingu! Til hamingju, Framarar!
Fram áfram eftir maraþonleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.