Kappakstur á stuttum vegalengdum hentar rafbílum vel.

Þótt þyngd rafbíla sé helsti vandinn við hönnun þeirra er það ekki rafhreyfillinn eða driflína hans sem er vandamálið, heldur þyngdin á rafhlöðunum, sem geyma raforkuna. 

Rafhreyfill hefur yfirburði í einfaldleika, nýtingu og jöfnu afli fram yfir hreyfla knúna jarðefnaeldsneyti. 

Að sama skapi hafa geymar fyrir jarðefnaeldsneyti allt að tífalda yfirburði yfir rafgeyma með sömu orku. 

Rafhlöðurnar í þeim rafbílum sem hafa lengsta drægni vega frá 440 upp í 600 kíló. 

Sem dæmi um getu kappakstursbíla knúna rafmagni má nefna, að í hinum heimskunna kappakstri upp á fjallið Pikes Peak í Klettafjöllunum, bar rafknúinn bíll sigur úr býtum fyrir nokkrum árum. 


mbl.is Kappakstursbíllinn gerir víðreist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að aka 20 kílómetra, en það er Pikes Peak, hentar sérsmíðuðum rafbílum sennilega ágætlega þó rafhlöðurnar þurfi að vera í ísbaði til að þola álagið þessar níu mínútur. En metið þar á samt Sébastien Loeb á Peugeot 208 T16, 3,2 lítra twin-turbo V6 bensín.

Vagn (IP-tala skráð) 20.4.2017 kl. 03:53

2 identicon

Að aka 20 kílómetra, en það er Pikes Peak, hentar sérsmíðuðum rafbílum sennilega ágætlega þó rafhlöðurnar þurfi að vera í ísbaði til að þola álagið þessar níu mínútur. En metið þar á samt Sébastien Loeb á Peugeot 208 T16, 3,2 lítra twin-turbo V6 bensín.

Vagn (IP-tala skráð) 20.4.2017 kl. 03:53

4 Smámynd: Einar Steinsson

Rafknúnir bílar eru að taka yfir, sprengihreyfillin er í andarslitrunum, spurningin er bara hvernig geymum við raforkuna í bílnum. Rafgeymar eru í augnablikinu augljósasti kosturinn en hefur ákveðna galla. Rafhlöður eru dýrar, þungar og hleðslutíminn er langur.

Önnur aðferð er að binda raforkuna í vetni sem er síðan geymt undir þrýstingi í fljótandi formi og hægt að dæla á tank í bílnum. Í bílnum er raforkan losuð úr vetninu með efnarafal (Fuel cell).

Þessi aðferð hefur marga kosti fram yfir rafgeyma t.d. léttari, fljótari áfylling og ódýrari og þó vetnis knúnir bílar séu ekki áberandi á vegunum virðast nánast allir bílaframleiðendur vera að prófa sig áfram með vetni til að geyma raforku.

Einar Steinsson, 20.4.2017 kl. 05:57

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hver er svo spakur að geta sagt okkur hvort þessir nýju geymar eru jafn góðir og efnarafallinn, sem Björn Kristinnsson, sagði okkur frá, 03.06.2001

Efnarafall

http://jonasg-eg.blog.is/blog/jonasg-eg/entry/1225726/

000

Ál er fullt af efnaorku, segir Björn Kristinsson, alveg eins og olía og kol.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/609466/?item_num=0&searchid=ad31f09a3a0f2b1be67699136691b567f8a20848

http://www.mbl.is/myndir/gagnasafn/2001/06/03/GMU44O0L.jpg

http://www.mbl.is/mm/img/tn/s140/gs/2001/06/03/GMU44O0N.jpg

http://www.mbl.is/mm/img/tn/s140/gs/2001/06/03/GMU44O0M.jpg

Egilsstaðir, 20.04.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 20.4.2017 kl. 13:43

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ekki hefur frést af geyminum, efnarafalnum síðan að hann var keyptur af núverandi aðaleiganda  Aluminium-Power Inc. og Trimol Group, Inc.  sem er fjármálamaðurinni dr. Boris Birshtein.

Helst leit út fyrir að efnarafallinn hafi verið keyptur, af olíufélögunum, til að taka efnarafalinn af markaði.

Mér mistókst að setja inn myndirnar, í fyrri athugasemd.

Lesa greinina eftir  Björn Kristinnsson,  á slóðinni,

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/609466/?item_num=0&searchid=ad31f09a3a0f2b1be67699136691b567f8a20848

Fyrirtæki og framleiðendur

Upphaf þessa efnarafala er hjá fyrirtækinu Aluminum-Power Inc. í Toronto í Kanada og fékk það einkaleyfi á aðferðinni, sem notuð er.

Næst yfirtók fyrirtækið Trimol Group, Inc. í New York málið og stefnir að víðtækri markaðssetningu.

Nýlega hefur svo franska stórfyrirtækinu Sagem SA verið veitt framleiðsluleyfi, sem það hyggst nota við farsíma sína.

Núverandi aðaleigandi Aluminium-Power Inc. og Trimol Group, Inc. er fjármálamaður að nafni dr. Boris Birshtein. Hann virðist vera mjög litríkur persónuleiki, er upprunninn í Litháen og hefur haft sterk viðskiptatengsl í fyrrverandi austantjaldsríkjum og var ráðgjafi framámanna þar. Hann býr í Bandaríkjunum og hefur einnig náin tengsl við ráðamenn á Vesturlöndum, í Evrópu og Ameríku, hann þekkir alla!

Trimol Group, Inc. stefnir nú að framleiðslu og markaðssetningu á efnarafalatækninni.

Egilsstaðir, 20.04.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 20.4.2017 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband