Eg hef reynslu af því að borða enga fitu í þrjá mánuði samfleytt og hún var ekki góð, en lærdómsrík í meira lagi.
Vegna lifrarbrests af völdum ofnmæmis fyrir sýklalyfinu Augmentin sem lýsti sér stíflugulu með afleiddan ofsakláða og stanslausu svefnleysi í þrjá mánuði vorið 2008, neyddist ég til að borða enga fitu ef ég ætlaði að eiga von um að ná bata.
Lifrarbresturinn hafði það meðal annars í för með sér, að lifrin gat ekki unnið úr fitu og óhreinindi frá henni barst í blóðið, gerði það drullugult og það leiddi síðan til ofsakláða.
Augun urðu meira að segja drullugul.
Ég léttist um 16 kíló á þessum þremur mánuðum og missti þrek, auk þess sem frekari veikindi og viðvarandi svefnleysi hefðu kostað það að lenda á geðdeild. Að ræna fanga svefnleysi er viðurkennd pyntingaaðferð, stundum kenndi við Guantanamo.
Á þessum píslatíma lærði ég heilmikið um lifrina, sem er stærsta líffæri líkama okkar og það upprunalegasta.
Það eina jákvæða við þetta ástand var, að hægt var að nota mig sem gagn í verklegu prófi í læknadeild Háskóla Íslands. Lá þar sem sjúklingur dagstund og gott ef ég felldi ekki einn eða tvo læknanema, sem lentu á villigötum við að sjúkdómsgreina mig rétt.
Eitt af því sem ég lærði á þessu tímabili var, að það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að borða nóga fitu til að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi.
Algerlega fitusnautt mataræði olli því að þrek og úthald hrundu niður.
Vitað er að vísu að sumar tegundir fitu eru ekki hollar, en það breytir því ekki að venjuleg fita er nauðsynleg í hófi.
Það er fyrst og fremst óhófleg neysla hvítasykurs og kolvetna, sem er mest fitandi og er að skapa einhvern mesta heilsufarsvanda mannkynsins.
Algengustu mistökin í fæðuvali hjá þeim sem vilja léttast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enda er lágkolvetnafæðið LKL einmitt það sem nú er að virka vel fyrir svo marga. Fita eins og afi og amma borðuðu og áður en sykurinn tröllreið öllu ,en út með sykur,sterkju og hveiti.......hef sannreynt þetta sjálf og líðanin er svo miklu betri og kjörþyngdin komin...dásamlegt.
Ragna Birgisdóttir, 20.4.2017 kl. 15:19
Èg held að það segi meir en mörg orð að það þurfi að snarminka fituneyslu þegar lifrin ì manni veikist.Að halda þvì fram að fituneysla sè ì lagi er ì besta falli broslegt.Vìsindin sìna að fita getur verið skaðleg à svo mörgum levelum.Sterkja er sannarlega màlið og læknar flesta krònìska sjùkdòmàa à nokkrum vikum eða mànuðum ì 70% tilfella allavega.
Dodds (IP-tala skráð) 20.4.2017 kl. 17:05
Þó að ég sé enginn næringarfræðingur, tel ég að það sé heppilegast að stefna fyrst og fremst að jafnvægi í matarræði, og ekki hafna neinni fæðutegund alfarið.
Egill Vondi (IP-tala skráð) 20.4.2017 kl. 17:28
Sæll Ómar.
Var þér kunnugt um óþol gagnvart penslíni
áður en þú hófst töku á því?
Nú er óþol gagnvart penslíni vel þekkt og
vandséð af hverju þú hélst áfram lyfjatöku
eftir að ljóst mátti vera að hún gæti reynst
þér hættuleg. (önnur lyf eru í boði og hafa
lengi verið notuð í slíkum tilfellum)
Húsari. (IP-tala skráð) 20.4.2017 kl. 19:55
21.8.2011:
"Til að veita mér aðhald og í þágu vísinda ætla ég að birta þyngdarmælingu á mánudögum næsta mánuðinn.
Byrjunarstaða: 108 kg."
Lokastaða: 150 kg.
Íslenski kúrinn - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Þorsteinn Briem, 20.4.2017 kl. 19:59
Ég fékk hraðvaxandi graftrakýli hægra megin á miðju baki, sem blés upp á ógnarhraða á leið til Bandaríkjanna. Þar virkuðu algeng sýklalyf ekki vitund á það og kýlið var orðið ógnarstórt og náði út að síðu þegar ég kom heim fimm dögum síðar. Eina lyfið, sem talið var að gæti drepið sýkilinn eftir uppskurð, var Augmentin, en það er svo sterkt, að hugsanlegur fylgikvilli er lifrarbrestur, ef lifrin hefur ofnæmi fyrir þessu lyfi.
Ég þekki nokkra einstaklinga sem hafa gengið í gegnum þetta. Sumir sýklar eru einfaldlega orðnir það illvígir, að ekki er hægt að ráða niðurlögum þeirra nema að nota svo sterk lyf, að þau geta farið illa með sjúklinginn.
Áhrif Augmentin á lifrina birtist fyrst og fremst í því að hún missir getu til að vinna úr fitu, sem hún annars fer létt með við eðlilegar aðstæður.
Ég var á spítala í nokkra daga eftir aðgerðina, varð í fyrstu að fá Augmentin í æð til að ráðast á sýklana, og lyfjameðferðin tók síðan nokkrar vikur með daglegri útskiptingu á umbúðum á bakinu.
Einu og hálfi ári síðar tók sýkingin sig upp, en uppgötvaðist strax á algeru byrjunarstigi og var læknuð með smá aðgerð og öðru sýklalyfi en Augmentin.
Ómar Ragnarsson, 20.4.2017 kl. 22:52
Sæll Ómar.
Augmentin er annað heiti yfir
Amoxicillin sem er algengt sýklalyf
og flestir kannast við.
Síðuhafi nefnir sjálfur óþol gegn þessu lyfi
og vill svo til að allt sem nefnt er í pistlinum styður
að um óþol gagnvart þessu lyfi sé að ræða og annað ekki;
aukaverkanir virðast heiftugt óþol gagnvart penslín lyfi
en ættu þó ekki að koma fram nema í færra en 1% tilfella.
Á ferðalögum er þeim sem óþol hafa gagnvart penslíni
nauðsynlegt að hafa tiltækar slíkar upplýsingar því
penslín getur verið þeim lífshættulegt.
Einkenni:hiti, bólgin tungu eða háls, og öndunarerfiðleikar
sem gefa venjulega til kynna ofnæmi fyrir öllum penslínsamböndum.
Það er því tæpast að sagt verði að til sé meðalvegur
milli þols og óþols; óþol er beinlínis lífshættulegt þeim
sem ofnæmi hafa fyrir penslíni, þar eru til önnur úrræði jafnvirk.
Í árdaga penslíns er ekki hægt að útiloka að eldri læknar
hafi hundsað upplýsingar um óþol og haft þær að engu
og enn virðist að komið geti upp tilfelli þar sem ekki er gætt
þeirrar varúðar sem nauðsynleg er og hættan mest á ferðalögum.
Húsari. (IP-tala skráð) 21.4.2017 kl. 09:47
Þjóðólfur í Neðra-Skarði (IP-tala skráð) 22.4.2017 kl. 14:21
http://www.mbl.is/sport/fotbolti/2017/04/22/albert_fifladi_markvordinn_myndskeid/
Hef ekki lagt í að skoða myndskeiðið....
Þjóðólfur í Neðra-Skarði (IP-tala skráð) 22.4.2017 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.