Dæmalaust klúður og furðulegt að telja ráðherra lögbrjót.

Saga United Silicon og ferill síðan í haust er algert einsdæmi í sögu stóriðju á Íslandi. 

Ekki er nóg með að klúður og vandræði tengist bunka að reglum um starfsemi, framleiðslu og umhverfismál, heldur er fyrirtækið á hraðferð inni í umfangsmikil málaferli vegna samskipta við starfmenn og stéttarfélög þar sem um brot fyrirtækisins á samningum og lögum og reglugerðum er um að ræða.  

Greinilegt er að Umhverfisstofnun fer í einu og öllu að lögum í viðleitni sinni til að fá fyrirtækið til að haga sér sómasamlega. 

Engu síður er nú bloggað á þá leið hjá Birni Bjarnasyni að umhverfisráðherra hafi orðið lögbrjótur með því að segja skoðun sína á málinu.  Sagði ráðherrann Björt Ólafsdóttir þó í viðtalinu að málið heyrði undir Umhverfissstofnum og að hún treysti þeirri stofnun til að annast það. 


mbl.is Frestur United Silicon framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Björn Bjarnason er risaeðla sem hefur álíka mikið fram að færa og þærsealed

Ragna Birgisdóttir, 21.4.2017 kl. 17:50

2 identicon

Látalæti í Kristínu Lindu Árnadóttur. Unhverfisstofnun mun lúffa fyrir United Silicon eins og annarri stóriðju. Veit ekki betur en að Engeyingar eigi þar hagsmuna að gæta. Wake up, Folks!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.4.2017 kl. 19:18

3 identicon

Björn Bjarnason er ómerkingur, held að fáir taki mark á bullinu í honum nema einhverjir mosavaxnir valhallarpésar.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 21.4.2017 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband