22.4.2017 | 00:57
Meira en jafnoki "Obamacare" á Íslandi í 70 ár?
Ástand heilbrigðismála í Bandaríkjunum kemur flestum Evrópuþjóðum spánskt fyrir sjónir. Áætlað hefur verið að á síðasta aldarfjórðungi hafi um 20 milljónir Bandaríkjamanna dáið ótímabærum dauðdaga vegna skorts á sjúkratryggingum.
Heilbrigðislöggjöf Barack Obama hefur verið ætlað að bæta úr þessu og færa kerfið í átt til þess sem hefur lengi þótt sjálfsagt víðast í Evrópu.
En Donald Trump lítur öðruvísi á málið. Í hans augum voru Bandaríkin "stórfengleg" ("great") meðan þessum mannslífum var fórnað og séð var til þess að hinir ríkari gætu setið að sínu án þess að þurfa að leggja þeim, sem minna máttu sín, lið.
Í ævisögu Ólafs Thors segir hann frá því að helsta vandamálið við að mynda Nýsköpunarstjórnina 1944 hafi verið tregða innan Alþýðuflokksins til myndunar stjórnarinnar.
Sjálfur var Ólafur í vandræðum með fimm þingmenn Sjálfstæðismanna, en þeir voru þó aðeins hluti þingflokksins.
Hins vegar var þetta spurningin um meirihluta þingmanna krata, annað hvort af eða á, því annars var samkomulag Sjalla og komma ekki með nægan þingstyrk.
Ólafur fór því út í það að "fiffa" tilboð til kratanna, sem þeir gátu ekki hafnað varðandi það að koma á tímamóta alþýðutryggingum á Íslandi, einhverju því besta á byggðu bóli á þeim tíma.
Þetta hafðist og það má dunda sér við að bera það kerfi saman við Obamacare, þar sem útkoman kann að vera sú að við séum búin að vera 70 árum á undan "America the great."
Berst við að standa við loforðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.