Hin byltingarkennda breyting af völdum snjallsímanna.

Það þarf ekki að líta lengi yfir fréttir hvers dags til að sjá, hvað almenn notkun myndavéla í snjallsímum hefur umbylt öllu umhverfi nútímamannsins. 

Daglega má sjá atburði sem aldrei hefðu orðið að fréttum ef ekki hefðu verið snjallsímar við hendina. 

Þetta þýðir að starfsfólk af öllu tagi verður að hafa alveg nýjan vara á sér varðandi það að hlaupa ekki á sig í starfi. 

Eins og alveg ný atvik af þessu tagi sýna, geta svona uppákomur verið afar slæm auglýsing fyrir hvers kyns fyrirtæki eins og til dæmis flugfélög. 

Skuggahliðin á síauknu umfangi kvikmyndunar um allar koppagrundir getur hins vegar verið sú, að vegið sé að persónufrelsi og friðhelgi einkalífs með því að þessi tegund "Stóra bróður" sé kominn til skjalanna við að vaka yfir og skipta sér af öllum mögulegum hlutum. 

Og að hver einasti borgari geti hvergi um frjálst höfuð strokið. 

En kostirnir eru enn miklu fleiri en gallarnir. 


mbl.is „Sláðu mig! Komdu bara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband