23.4.2017 | 08:57
Einu sinni "monthús", "bruðl", "hneyksli" og "alltof, alltof stór."
Eins og títt er um stórar framkvæmdir voru stundum ekki spöruð stóru orðin um Leifsstöð þegar hún var reist.
Voru meira að segja slegin met í maraþonræðum á Alþingi um það, að þetta væri "bruðl". "hneyksli", "monthús" og alltof, alltof stór bygging.
Nú er hún orðin of lítil og flugvöllurinn, sem var stærsti hernaðarflugvöllur heims þegar hann var tekinn í notkun í stríðinu, er líka orðinn of lítill á mestu álagstímum.
Við því eru fá ráð, jafnvel þótt norðaustur-suðvesturbraut yrði tekin í notkun, því að til þess að auka afköst vegna flugumferðar, þyrfti að leggja nýjar flugbrautir í sömu stefnu og samsíða þeim tveimur brautum, sem nú eru, auk nýrra akstursbrauta.
Óskipulagður og léleg þjónusta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, "bruðl" ... og allar "byggingar" og "framkvæmdir" í sambandi við ferðamannastrauminn er vanhugsaðar framkvæmdir. Eins og ALLT, sem Íslendingar gera.
Minnistæðast er mér, þegar menn ætluðu að byggja göng til Eyja ... og hafa sjálfsagt ætlað að nota neðanjarðar "magma" göngin sem eru þar fyrir og sjálfsagt þvert í gegnum "jarðskilin" sem eru þar.
Þetta eyddu menn, löngum tíma og stórum fjárhæðum.
Annað dæmi, hvalfjarðargöngin ...
Allar framkvæmdir Íslendinga eru á sama veg ... "montið", þegar menn stóðu upp og þóttust kunna "hagfræði" betur en allir aðrir í heiminum. Og eru enn ... en hafa samt ekki skilið, það einfaldast í öllu ...
"What goes up, must go down".
Hvað ætlið þið, þarna á þessu eyðiskeri að gera ... þegar ferðamannastraumurinn minnkar ... sem hann gerir ...
Öll egginn í sömu körvu, og síðan eru Íslendingar eins og rauðhetta og dansa með með körfuna í skóginum ...
Og stóðiðjurnar, virkjanir ... bygginga framkvæmdir í Reykjavík ... flottræfilshús sem á sér engan líka ... meðal viti borinna manna. Að eyða fjárhæðum í þetta, í svona stórum stíl.
Hvaða barþjón, ætla Íslendingar að hengja næst ... þegar menn fara á hausinn með þetta ... 2008 á eftir að endurtaka sig. Þetta er "blaðra" eins og allar aðrar blöðrur ... sprynga þær, þegar þær eru komnar upp í háloft "draumóranna" ... og fólk hrapar, á rassgatið.
Fjärmagnsheimurinn er FULLUR af blöðrum og það er alveg dæmalaust "mont" og "rembingur" að ekki einu sinni hafa lært "svolítið" af 2008.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.4.2017 kl. 10:29
"Við því eru fá ráð..."
Hvassahraun?
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 23.4.2017 kl. 12:34
Hvassahraun er arfa slæmt í algengustu hvassviðravindáttinni sem stendur úr áttum frá austri til suðurs og steypist í ókyrrð yfir Reykjanesfjallgarðinn skammt frá.
Flugvöllurinn kostar líka mikinn stofnkostnað sem ekki þarf að borga við endurbætur á Reykjavíkurflugvelli eða Keflavíkurflugvell.
Ómar Ragnarsson, 23.4.2017 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.