27.4.2017 | 14:09
Þjóðaratkvæðagreiðslur gera frekar gagn en málþóf.
Málþóf á Alþingi mætti stytta með því að beita sérstakri grein um hana í þingskaparlögum. En engin ríkisstjórn í mörg ár hefur árætt að beita greininni, greinilega vegna þess að stjórnarflokkarnir hverju sinni hafa óttast, að slíkt myndi síðar veita fordæmi gegn þeim sjálfum, ef þeir lenda síðar í stjórnarandstöðu.
Í heimildamynd um Jóhönnu Sigurðardóttur kom þetta greinilega í ljós.
Ákvæði um þjóðaratkvæði hafa það fram yfir málþóf, að með þeim er hægt að finna lögbundinn og vel ígrundaðan farveg fyrir aðhald sjálfrar þjóðarinnar, sem allt vald í lýðræðisríki á að spretta frá.
Hins vegar stefnir það málum oft í ógöngur, ef tilviljanakennt og ítrekað málþóf er notað.
Sérkennilegt er að sjá þá skoðun að þjóðaratkvæðagreiðslur séu af hinu illa, ekki síst hjá mönnum, sem sjálfir voru svo hrifnir af þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave.
Níu í fullri vinnu við málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóaratkvæðagreiðslur mættu vera oftar og jafnvel OPINBERAR
=Að allir settu nafn sitt á með eða á móti listan
tengt hinum ýmsu málum.
Samhliða okkar hefðbundnu kosningum.
Jón Þórhallsson, 27.4.2017 kl. 14:27
"Kjarnorkuvopn" aðeins notað til þrauta, segir Haukur um möguleika stjórnarandstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Svo víðar hræðast menn þær en bara hér.
Annar athyglisverður punktur er að "algengara sé erlendis að vinna við stærri frumvörp eigi sér stað í ráðuneytum og skili sér minna breytt í gegnum þingið." Bendir þetta ekki til þess að embættismannakerfið hérlendis sé talsvert veikburðara en erlendis? Hér þurfa ráðuneytisstjórar t.a.m. að sækja um endurráðningu á 5 ára fresti og fá hana ekki nema fyrir velvild ráðherra hverju sinni.
Ráðherraræðið hérlendis er ekki beinlínis í anda lýðræðis og ekki bætir úr skák að pólitíkusar skuli vera svo hræddir um ímyndaðan "álitshnekk" sem niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu gætu valdið þeim.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.4.2017 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.