27.4.2017 | 22:24
Ríkið líka haldið græðgi?
"Loforðið svikið á örfáum mánuðum" segir einn af þeim landsbyggðarmönnum, sem segja Sjálfstæðisflokkinn hafa lofað því fyrir kosningar, nánast einn flokka, að hrófla ekki við sköttum ferðaþjónustunnar.
Einn af helstu ferðaþjónustufrömuðum eystra og einnig farmarlega í Sjálfstæðisflokknum, hefur nú sagt sig úr flokknum vegna mikillar óánægju með hækkun virðisaukaskatts.
Það hefur stundum verið talað um gullgrafaraæði og græðgi í kringum ævintýrarlegan vöxt ferðaþjónustunnar, en síðan má spyrja, hvort ekki sé ákveðin græðgi fólgin í því af hálfu handhafa ríkisvaldsins að ætla sér að ná það miklu fé af ferðaþjónustunni að hægt sé að lækka virðisaukaskattinn yfir línuna.
Hækkun skatta á ferðaþjónustuna væri síður umdeilanleg ef það myndi bitna jafnt á hana alla.
En auðséð er að hún bitnar einstaklega illyrmislega úti á landi og gengur þvert gegn þeirri stefnu, sem talað hefur verið um að fylgja, þ. e. að dreifa ferðafólkinu betur til þess að auðveldara verði að verja náttúruperlurnar, sem verða fyrir mestum átroðningi.
Loforðið svikið á örfáum mánuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann er háll ísinn hvar sem hann nú er staðsettur.
Eyjólfur Jónsson, 28.4.2017 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.