27.4.2017 | 22:57
Náttúran hefur ekki notið vafans öldum saman.
Íslendingar undirrituðu Ríó sáttmálann 1992 og þar með þá meginreglu að þegar vafi leiki á um einstök umhverfismál varðandi framkvæmdir og áhrif þeirra á umhverfið, skyldi náttúran njóta vafans og sjálfbær þróun, andstæða rányrkju, vera í hávegum höfð.
Íslendingar hafa síðan safnað sér efni í langan og ljótan lista í þessum efnum.
Þeir sem stjórna framkvæmdunum fara sínu fram, bæði í smáu og stóru, og treysta á það að eftirá verði ekkert gert.
Af þeim toga er stórbreyting United Silicon á verksmiðjuhúsum sínum í trássi við Skipulagsstofnun og alger þöggun um mögulega skítafýlu af verksmiðjunni.
Á meðan Kárahnjúkamálið stóð sem hæst voru byggðar tvær smávirkjanir, sem áttu að sæta stærðartakmörkunum, Múlavirkjun á Snæfellsnesi og Fjarðarrárvirkjun við Seyðisfjörð.
Báðar voru hafðar stærri en leyfilegt var, einkum Múlavirkjun, en ekkert var aðhafst.
Að ferðamönnum, sem komu á virkjanasvæði Kárahnjúkavirkjunar, meðan á framkvæmdum þar stóð, var staðfastlega haldið fram af þeim sem svöruðu spurningum um hana, að Töfrafoss / Kringilsárfoss, stærsti fossinn á norðurhálendinu, myndi ekki fara á kaf í lónið í hæstu stöðu þess.
Ekkert þýddi að reyna að leiðrétta þetta með því að vitna um mat á umhverfisáhrifum þar sem sagði beinlínis að fossinum myndi drekkt.
Síðan kom auðvitað í ljós að fossinn fer ekki einasta á kaf miðsumars, heldur nær lónið talsvert inn fyrir hann.
Sagt var í matinu á umhverfisáhrifum, að Stuðlagáttin, fossagljúfrið fyrir neðan Töfrafoss, myndi fyllast upp af sandi á einni öld.
Það var strax búið að fyllast upp á tveimur árum.
Verkfræðistofa var fengið til að fullyrða, að flugvélar yrðu notaðar til að dreifa rykbindiefnum til að hefta stórfellt leirfok úr þurru lónstæðinu fyrri hluta sumars, en ekki aðeins leikmönnum er ljóst, að þetta er gersamlega út í hött, heldur staðfesti landgræðslustjóri það í myndinni "Á meðan land byggist" og fékk bágt fyrir.
Nú nýlega kom fram í fréttum hvernig menn stunda það við Mývatn að túlka ekki aðeins allan vafa lífríki vatnsins í óhag, heldur svíkjast beinlínis um lögboðnar aðgerðir og leyna aðgerðarleysinu.
Já, listinn er ekki aðeins langur, heldur orðinn bráðum 300 ára gamall hér á landi, allt frá því að fyrsta fjárpestin af nokkrum var flutt til landsins með hrikalegum afleiðingum, enda allur vafi í þeim efnum hafi þá og allt tíð síðan, líka með minknum og eldislaxinum, hafi alltaf verið og sé enn túlkaður náttúrunni í óhag.
Mat á umhverfisáhrifum hugsanlega endurskoðað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Listinn er ekki bráðum 300 ára gamall, listinn er frá landnámi. Frá fyrsta degi þess höfum við fyrst og fremst hugsað um afkomu okkar frekar en áhrif aðgerða okkar á landið. Það er ástæða þess að við erum hér ennþá en drápumst ekki fyrsta veturinn. Það var meðvituð ákvörðun að afkoma okkar nyti forgangs. Þannig er það enn í dag og stór hluti af þeim lífsgæðum sem við njótum er afrakstur virkjanna. Að náttúran eigi að njóta vafans, hvað væri hægt að hækka ellilaunin mikið og kaupa mikið af krabbameinslyfjum fyrir vatnið sem rennur óvirkjað til sjávar?
Hábeinn (IP-tala skráð) 28.4.2017 kl. 00:07
Enn er Hábeinn og hans líkar við sama heygarðshornið og árið 2007 og hafa greinilega ekkert lært.
Þorsteinn Briem, 28.4.2017 kl. 01:07
Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.
27.11.2014:
Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar
Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.
Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.
Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.
Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.
Þorsteinn Briem, 28.4.2017 kl. 04:55
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur."
"Stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir hlutu einnig að magna vandann."
Þorsteinn Briem, 28.4.2017 kl. 04:58
Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.
Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.
Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann en áður hafði hún verið mest í Noregi.
Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.
Þorsteinn Briem, 28.4.2017 kl. 05:00
Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.
Þorsteinn Briem, 28.4.2017 kl. 05:01
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun."
Þorsteinn Briem, 28.4.2017 kl. 05:02
Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.
Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.
Þorsteinn Briem, 28.4.2017 kl. 05:03
"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.
Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."
En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.
Þjónusta - Vörur
Þorsteinn Briem, 28.4.2017 kl. 05:04
Á aðalfundi Landsvirkjunar í fyrradag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um 1,5 milljarða króna arðgreiðslu til ríkisins.
10.4.2013:
"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um arðgreiðslu til eigenda, þ.e. ríkissjóðs, að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2012.
Landsvirkjun greiddi 1,8 milljarða í arð í ríkissjóð í fyrra [2012] en fyrirtækið greiddi engan arð í fjögur ár þar á undan [2008-2011]."
Þorsteinn Briem, 28.4.2017 kl. 05:31
Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.
Yellowstone National Park
"Hann var það, Steini, þegar ég kom þangað 2008."
Ómar Ragnarsson, 20.3.2013
Þorsteinn Briem, 28.4.2017 kl. 05:53
Sjálfstæðisflokknum, sem þykist vera á móti skattahækkunum fyrir allar alþingiskosningar, dettur ekkert annað í hug en að hækka skatta á ferðaþjónustuna, í stað þess að binda gengi íslensku krónunnar við annan gjaldmiðil til að koma í veg fyrir mikla hækkun á gengi krónunnar.
Gengi eistnesku krónunnar var bundið við gengi þýska marksins áður en evran var tekin upp og Eistland tók loks upp evruna sem gjaldmiðil sinn.
Estonian_kroon
Ferðaþjónustan er fyrst og fremst útflutningsgrein og hversu mikinn virðisaukaskatt fær íslenska ríkið af útflutningi álvera, kísilvera og sjávarútvegsfyrirtækja?!
Þorsteinn Briem, 28.4.2017 kl. 06:33
The first day or so we all pointed to our countries. The third or fourth day we were pointing to our continents. By the fifth day we were aware of only one Earth. Sultan Bin Salman Bin Aboulaziz-Saud. Space Shuttle STS-51-G.
Oddly enough the overriding sensation I got looking at the Earth, my God that little thing is so fragile out there. Mike Collins. Gemeni 10, Apollo 11.
This planet is not terra firma. It is a delicate flower and it must be cared for. It's lonely. It's small. It's isolate, and there is no resupply. And we are mistreating it. Clearly, the highest loyality we should have is not to our own country or our own religion or our home town or even to ourselves. It should be to, number two, the family of man, and number one, the planet að large. This is our home, and this is all we've got. Scott Carpenter, Mercuty 7.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2017 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.