1.5.2017 | 14:50
Þarf að rannsaka allan leikinn.
Fyrst þjálfarar beggja liða, Vals og Potaissa Turda, eru sammála um endemis dómgæslu dómaranna í leik liðanna, kallar það á gagngera rannsókn á dómgæslunni, því að einstök myndskeið, þótt mögnuð séu, nægja ekki.
Eitt það versta, sem hent getur íþrótt, eru svokölluð dómarahneyskli. Þau geta verið margvísleg, allt frá einstökum atvikum, sem eru afdrifarík, upp í það að dómurum hafi verið mútað eða staða þeirra þannig, að þær voru vanhæfir.
Þess vegna er mikilvægt að taka dómgæslu eins og þá sem Valsmenn urðu að hlíta, alvarlega og stuðla að því að hægt verði að gera dómgæsluna viðunandi.
Dæmi hver fyrir sig - myndskeið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.