"Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín"? - Farartæki litla mannsins.

Meistarinn frá Nasaret talaði um viðmótið gagnvart hinum minnstu bræðrum sem eitt af grundvallaratriðum siðferðis mannréttinda og kærleika. 

"Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín" var ein setninganna í þessari orðræðu hans, en hún spannar viðfangsefni heilbrigðiskerfis okkar. 

Ef heilbrigðiskerfi einnar af ríkustu þjóðum heims vísar stórum hópi fólks í raun frá sér vegna þess að sjúklinegar eru svo "blóðmjólkaðir" að þeir hafa ekki efni á lækningu er til holur hljómur í því þegar sagt er að sú þjóð, sem slíkt stundar, sé kristin.

Hún vitjar ekki allra sjúklinga sinna.  

Undir þetta fellur líka fyrirbrigðið langir biðlistar fólks sem þarf að líða þjáningar mánuðum og jafnvel árum saman. 

Og einnig sú draumsýn að heilbrigðiskerfinu verði smám saman skipt upp í tvennt:  Annars vegar einkarekið þar sem hinir ríku komast að og hins vegar almenna kerfið með biðlistunum eða lakari aðgerðum. Léttir 1. maí

Þegar ég skaust hringinn á léttvespuhjólinu Létti í fyrrasumar sagði ég við brottför, að þetta væri ekki aðeins gert til að vekja athygli á möguleika til betri orkunýtingar á meðan óhjákvæmileg orkuskipti gengju yfir.Vélhjól 1. maí

Hér væri líka um að ræða möguleika fyrir aldrað fólk á strípuðum eftirlaunum eða möguleika fyrir fátækt fólk, sem ekki hefði efni á að kaupa rafbíl, að fá sér ódýrt og einfalt farartæki, sem skapaði jafnvel minna kolefnisfótspor en rafbíll sakir þess að eldsneytiseyðsla svona vélhjóls væri þrefalt minni innanbæjar en hjá sparneytnustu bílum og allur kostnaður þar að auki margfalt minni. 

Ég frétti utan að mér síðar, að það voru ekki allir sem skildu hvað ég væri að fara. 

En getur verið snúið að orða rétt einhverja nýja hugsun, sem kemur fólki spánskt fyrir sjónir. 

Og það blasti einnig við að kolefnisfótspor vegna framleiðslu, rekstrar og förgunar rafbíls væri margfalt meiri en hjá svona einföldu, ódýru, léttu og sparneytnu farartæki. 

Áður en hátíðahöld dagsins hófust í dag, var farin árleg vélhjólaferð Sniglanna um borgina, og þrátt fyrir strekking og grenjandi rigningu var það hið besta mál, hressandi og skemmtilegt að vera þátttakandi í slíkri ferð í fyrsta sinn og hitta hressa vélhjólamenn að máli. 

Myndirnar á síðunni eru teknar í þessari ferð af hluta vélhjólanna í ferðinni. 


mbl.is Íslenskir sjúklingar „blóðmjólkaðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Einhvern tíma hefði maður haft gaman af að skjótast um á rafmagnsvespu, en ekki er ég viss um að ég treysti mér til þess nú. Það getur líka verið dýrt að detta og hálsbrotna.

Það er satt að kolefnisfótspor litíumrafgeyma er stórt í upphafi en þá mun vera hægt að endurnýta.

Mikið er lagt í rannsóknir til þess að framleiða ódýrari rafgeyma, vonandi tekst það fyrr en síðar.

Hörður Þormar, 1.5.2017 kl. 17:41

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Skrýtin þessi umræða um "einkareknar" heilbrigðisstofnanir. Þangað leita menn eftir þjónustu sem einnig mætti sækja á "ríkisreknar" heilbrigðisstofnanir.

Það er óþægilegt að horfa upp á vel gefið fólk láta frá sér aðrar eins fullyrðingar eins og að læknastofur úti í bæ séu lokaðar öðrum en þeim sem eiga sand af seðlum. Hvað vakir fyrir mönnum með svona útúrsnúningi?

Flosi Kristjánsson, 1.5.2017 kl. 20:55

3 Smámynd: Hörður Þormar

Ef ég skil ummæli landlæknis rétt, þá er öllum heimilt að leita sér læknishjálpar erlendis og njóta þar sjúkratrygginga ríkisins.

Hörður Þormar, 1.5.2017 kl. 23:04

4 Smámynd: Már Elíson

Flosi - Þú ert ekki í neinu sambandi við raunveruleikann - Það vita allir úr hvaða ranni þú kemur.- Heimilislæknirinn þinn/minn vísar þér með allskonar aðgerðir miskunnarlaust á einkareknar stofur/stofnanir. Sem kostar meira en almenningur á ASÍ taxta hefur efni á að borga. Ekki þú, þú ert ekki í þeim hópi.- Lyfjakostnaður og greiðslufyrirkomulag er annar skepnuskapur hins opinbera. - Þjófnaður lífeyrissjóðanna á lögskipuðum greiðslum í lúxus eyðslusjóði þeirra og hnefaskömmtun til ellilífeyrisþega er allt runnið undan rifjum Sjálfstæðisflokksins með dyggri aðstoð seppa þeirra, Framsókn. - Eftir að við komum laumu-sjalla-drottningunni Ólöfu úr VR eygjum við þá von að nú fari í hönd uppgjör við þessa glæpamenn sem hafa sölsað undir sig og mergsogið fjárhirslur ríkisins og þar með okkar, hins almenna borgara og láglaunahóps. - Til hamingju með daginn. 

Már Elíson, 1.5.2017 kl. 23:52

5 identicon

Það er rétt, Hörður Þormar, að hverjum er heimilt að leita sér lækninga erlendis sem ekki nennir að bíða hér. Hins vegar greiða sjúkratryggingar hérlendar eingöngu þá fjárhæð sem greidd hefði verið ef aðgerðin hefð framkvæmst hér. Mismuninn greiðir sjúklingur sjálfur. Kann það að hlaupa á nokkrum fjárhæðum, en þeim sem greitt geta er þetta frjálst.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.5.2017 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband