2.5.2017 | 01:00
Eignaránið er einsdæmi í okkar heimshluta.
Burtséð frá því hvort Sósíalistaflokkurinn sé það sem breyti einhverju í íslenskum stjórnmálum er það hvergi tíðkað í okkar heimshluta að valdsmenn standi fyrir hreinu ráni á eignum fólks eins og gert er og hefur verið gert varðandi lífeyrissjóðina.
Eftir Hrunið var það eitt af því fyrsta sem mönnum kom til hugar að ráðast á lífeyrissjóðina, taka fé úr þeim til rekstrar eða framkvæmda ríkisinsin, sem annars vantaði fé í.
Guðmundur Gunnarsson lýsti því vel í góðum þætti Helga Péturssonar á Hringbraut að kollegar hans úr verkalýðsstétt á Norðurlöndunum áttu ekki orð yfir slíku framferði gagnvart eigum fólks, sem hafði lagt hluta af launum sínum fyrir í trú á fagurgala um að með því væri verið að tryggja lífeyri á elliárunum sem það gæti notið eftir að hafa sjálft lagt hann til.
Þetta heitir þjófnaður á mannamáli.
Þar fyrir utan á launafólk enga beina lýðræðislega aðild að vali fulltrúa þess í stjórnum lífeyrissjóðanna, og það er vafalaust ástæðan fyrir þeirri íslensku firringu sem menn í verkalýðsbaráttunni í nágrannalöndunum gapa yfir.
Sem betur fer sjá þeir ekki sum ummælin á íslensku samfélagsmiðlunum, sem notuð með fyrirlitningu gagnvart þeim þá sem minna mega sín og standa höllum fæti.
Þá myndu þeir örugglega verða orðlausir.
"Markmiðið er að gera sem minnst og fá sem mest," er skrifað. "Og leiðin til þess er að lýsa sig aumingja og 1 maí er dagurinn til þess." "1.maí: Gemmér meira - ég er aumingi."
Þetta eru þakkirnar, sem til dæmis konur, sem ólu upp stóra barnahópa og komu til manns, fá, - rúmlega 200 þúsund á mánuði í lífeyri.
Þær skulu heita "aumingjar" og skammast sín fyrir þá heimtufrekju að hafa "vælt" slíkt út.
Almenningur nái sínum eignum til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Plebbar Íhaldsins og nýrasistar, Páll Vilhjálmsson og Erna Ýr Öldudóttir nota 1. maí, hátíðisdag verkamanna, til að svívirða launafólk. Páll með pistli sem hann kallar; 1. maí: gemmér meira, ég er aumingi og Erna Ýr Öldudóttir með greininni „Helstefna jöfnuðar“, sem braskarinn Björn Ingi aka Bingi birti á Eyjunni.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2017 kl. 09:12
Það er ekki nýtt að þegar persónur og leikendur í leikritinu fara að skrifa söguna líka, og þá gleymist helmingurinn af leikritinu og hinn helmingurin er nýtt leikrit algjörlega óskilt því sem leikið var. Fyrir hrun vrou útrásarvíkingarnir búnir að hirða bankana. Síðan lánuðu þeir hvor öðrum og plötuðu lífeyrissjóðina til þess að fara í gæluverkefni sem þéir stýrðu sjálfir. Einnig var hringt í gamla fólkið og það fenigð til þess að færa sparifé sitt út af tryggum reikningum yfir í styrktarsjóði við útrásarvíkingana. Sumir útrásarvíkinganna keyptu upp stjórnmálamenn og flokka. Einn af þessum útrásarvíkingum og fjölmiðlamaður ætlar nú að stofna nýsósíalistaflokk og sá vill fara að ráðskast með lífeyrissjóðina.....aftur. Annar fjölmiðagúrú Ómar Ragnarsson stofnaði einmitt svona flokk, sem ekki gekk. Flokkurinn var síðan tekin yfir af nýkommúnistum með húð og hári og fylgdi formaðurinn rétt eins og stóllinn og skrifborðið. Sjálfsagt hefur gullmolinn greitt upp skuldirnar eða er hann frekar kallaður gulltyppið. Nú er sameinaði nýkommúnisaflokkurin við það að leggjast niður og því ekki óeðlilegt að Ómar fari að hugsa til hreyfings. Hver er nærtækari en einmitt nýsósíalistaflokkurinn með alla sína útrásarvíkinga. Er það ekki þetta sem kallað er ástandsstjórnmál.
Sigurður Þorsteinsson, 2.5.2017 kl. 12:21
Æði margt hér endurnýtt,
ærnar, kýr og smalinn,
íslensk jörð er ennþá grýtt,
af er komminn talinn.
Þorsteinn Briem, 2.5.2017 kl. 13:47
Í dag:
Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð með 33% fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 31%
Þorsteinn Briem, 2.5.2017 kl. 15:20
"Einmitt svona flokk"? Þegar eftir því var gengið fyrir kosningarnar 2007 að Íslandshreyfingin skilgreindi sig á línunni vinstri-hægri var svarið að hún væri þverpólitískur grænn flokkur, sá fyrsti þeirrar gerðar hér á landi.
Hún væri hvorki vinstri flokkur né hægri flokkur.
Ómar Ragnarsson, 2.5.2017 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.