Beðið eftir Godot í áratugi.

Það hefur verið mögulegt í áratugi að rýmka Miklubrautina í gegnum tvo flöskuhálsa, við vestanvert Klambratún og á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. En allan þennan tíma hefur verið rætt um að setja Miklubrautina í jarðgöng á þessum kafla án þess að nokkurn tima hafi hillt undir framkvæmdir í því efni. 

Nú er sú lausn jafnvel fjær en nokkru sinni fyrr. 

Það er liðinn meira en áratugur síðan ég gekk um þennan kafla og mældi þær stærðir, sem ráða um úrbætur. 

Með því að kaupa þrjú hús við vestanvert Klambratún og rífa þau, og lagfæra brautina vestur fyrir Miklatorg er hægt að breikka þennan kafla um eina akrein í hvora átt. 

Málið er erfiðara við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar vegna stærðar og sögulegs gildis blokkarinnar stóru við Lönguhlíð. 

Þar þyrfti líka að kaupa upp húsið á horninu á móti og það myndi nægja til að breikka um eina akrein í aðra hvora áttina. 

En einnig mætti hugsa sér að leggja gangbrautina við hornið á Lönguhlíðarblokkinni undir hana og fá með því þrjár akreinar í hvora átt á allri Miklubrautinni. 

Nú þegar annar þessi kafli við Klambratún  ekki umferðinni á álagstímum. Stóraukin byggð á Vatnsmýrarsvæðinu myndi auka á vandann. 

En almennar umbætur og viðbrögð við fjölgun fólks og farartækja í Reykjavík byggjast á samhæfðum aðgerðum. 

1. Umbætur í gatnakerfinu til að liðka um fyrir bílaumferð. 

2. Fjölgun þeirra sem eru á smáum bílum og öðrum enn minni farartækjum, léttum vélhjólum, rafreiðhjólum og reiðhjólum. Hver sá sem ferðast um á slíku farartæki er í raun að minnka vandann í bílaumferðinni og skapa rými fyrir bíl í stað einkabílsins sem hann væri annars á. 

3. Efling almenningssamgagna, strætisvagna og gerð borgarlína með léttvögnum eða léttlestum. Hver maður, sem ferðast með slíku kerfi sparar rými fyrir einn einkabíl í bílaumferðinni. 

 


mbl.is Breikkun Miklubrautar að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stóraukin byggð á Vatnsmýrarsvæðinu myndi auka á vandann."

Þetta er tómt rugl, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á, og þú hefur ekkert fyrir þér í þessu, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 4.5.2017 kl. 15:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðvegir í Reykjavík eru til að mynda Hringbraut, Miklabraut og Kringlumýrarbraut.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru því hluti af þjóðvegakerfinu.

Þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, október 2009 - Kort á bls. 4

"8. gr. Þjóðvegir.

Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. ..."

Vegalög. nr. 80/2007

Þorsteinn Briem, 4.5.2017 kl. 15:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík starfa langflestir vestan Kringlumýrarbrautar og á því svæði eru stærstu vinnustaðirnir í Reykjavík.

Og langflest hótel og gistiheimili í Reykjavík eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík eru samtals um 20 þúsund nemendur og kennarar og á Landspítalanum starfa um fimm þúsund manns.

Vestan
Kringlumýrarbrautar er enn verið að þétta byggðina og auka atvinnustarfsemi, til dæmis með því að reisa stór hótel og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar.

Hversu mikil atvinnustarfsemi er til að mynda í Háaleitis- og Bústaðahverfinu, Laugardalssvæðinu, Grafarvogi, Grafarholti, Árbænum og Breiðholtinu?!

Reykvíkingar
eru 58% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Og ef einhverjir geta talið upp meiri atvinnustarfsemi í Reykjavík en vestan Kringlumýrarbrautar, einhverju öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess, þætti mér gaman að sjá það.

Þorsteinn Briem, 4.5.2017 kl. 15:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítalans býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur starfsmanna býr í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna, í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem þýðir mun meiri innflutning á bensíni, meira slit á götum og bílum, meiri mengun og mun fleiri árekstra í umferðinni.

Þorsteinn Briem, 4.5.2017 kl. 15:18

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekki verið að fara í þessar framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún til að auka umferðarhraðann á Miklubraut.

"Raskið helg­ast af því að nú er verið að hefjast handa við gerð strætór­ein­ar á Miklu­braut til aust­urs á veg­hlut­an­um á milli Löngu­hlíðar og Rauðar­ár­stígs.

Einnig á að leggja göngu- og hjóla­stíga meðfram Klambra­túni.

Reykja­hlíð verður lokað við Miklu­braut og gert verður hellu­lagt torg (upp­hækkuð hellu­lögn) á gatna­mót Reykja­hlíðar og húsa­götu við Miklu­braut.

Til­gang­ur þessa torgs er að hægja á um­ferð og auka ör­yggi gang­andi veg­far­enda."

"
Fram­kvæmd­irn­ar eru í sam­ræmi við setta stefnu í Aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar 2010-2030 um að auka vægi al­menn­ings­sam­gangna og auðvelda fólki að kom­ast leiðar sinn­ar gang­andi og hjólandi um borg­ina."

Þorsteinn Briem, 4.5.2017 kl. 15:54

6 identicon

Það verður engin stóraukin byggð á Vatnsmýrarsvæðinu af þeirri einföldu ástæðu að flugvöllurinn fer ekkert þaðan. Er ekki tími til kominn að okkar ágæti Steini Briem fari að átta sig á þessu? Nýr flugvöllur í nágrenni flugvallarins sem er núna á besta stað í Vatnsmýrinni yrði epitome heimskunnar og við á landsbyggðinni höfum núll áhuga á því að koma við hjá Suðurnesjamönnum þegar leiðin liggir til Reykjavíkur, sem kemur of oft fyrir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 17:14

7 identicon

Þetta er rétt hjá þér Ómar, það er löngu orði tímabært að breikka Miklubrautina um eina akrein til beggja hliða frá Hringbraut og að Kringlumýrarbraut. Erfiðasta vandamálið er auðvitað hornbyggingin við Lönguhlíð eins og þú bendir á. En vandamálin eru til að leysa þau, hins vegar verður ekkert gert í þeim efnum með núverandi meirihluta í borgarstjórn, sem hefur það að markmiði að tefja alla bílaumferð eftir bezta mætti. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband