4.5.2017 | 20:35
Rassskellingum Mannréttindadómstólsins linnir ekki.
Allt frá máli Þorgeirs Þorgeirssonar fyrir um þremur áratugum hefur Mannréttindadómstól Evrópu aftur og aftur snúið dómum Hæstaréttar Íslands til baka.
Líklega eru þessar rassskellingar dómstólsins að nálgast tuginn og í langflestum tilfellum voru dómar í málum blaðamanna til umfjöllunar.
Vegna þess að þessu linnir ekki má leiða líkum að því að fleiri dómar Hæstaréttar í mannréttindamálum séu á skjön við mannréttindasáttmála Evrópu, mannréttindaákvæði íslensku stjórnarskrárinnar og sáttmála á borð við Árósasamninginn, sem á að tryggja lögaðild samtaka náttúruverndar- og umhverfisverndarfólks að framkvæmdum.
Í slíkum málum hefur Hæstiréttur kveðið upp afar vafasama úrskurði sem ekki hefur verið áfrýjað til Strassborgar vegna þess hve dýrt og tímafrekt það er.
Braut gegn blaðamönnum DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við búum í samfélagi sem er undirlagt af klíkuskap, spillingu og vanhæfni. Það á við um Hæstarétt eins og annað.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.5.2017 kl. 21:06
Ætla ekki að blanda mér í þessa umræðu. Vil þó benda á að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekki lögsögu í málum sem varða Árósasamninginn, eða yfirleitt aðra alþjóðlega samning en Mannréttindasáttmála Evrópu.
Jakob R. Möller (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 21:39
Það er harkalegt að horfast í augu við það að nær allar réttarbætur til handa almenningi á Íslandi eru komnar utanfrá allt frá því að stjórnarskrána rak hér á land á 19. öldinni með trúfrelsi og atvinnufrelsi sem var ráðandi öflum fjandsamlegt .
Í raun hefur megningu að neytendavernd, umhverfislöggjöf, aðskilnaði dóms og ákæruvalds, mannréttindaákvæðum ofl verið "þröngvað" upp á Alþngi.
-Það er ekki nema von að sumir telji það brýnna en annað að viðhaldra úreltri stjórnskipan og forða okkur frá ytri áhrifum.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 22:20
Þyrftirðu ekki að athuga stafsetninguna á nafni Þorgeirs sáluga, svona í ljósi þess að hann hafði sérlega ákveðna skoðun á því hvernin það ætti að skrifast?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 22:27
Takk fyrir þetta, margfróði félagi.
Ég vil bæta því við að málið snýr reyndar líka að því, hvort Árósasamningurinn snerti viðfangsefni EASA varðandi Gálgahraunsmálið, en Hæstiréttur eyddi 10 blaðsíðum í að komast að þeirri niðurstöðu að íslensku lögin, sem áttu að lögfesta samninginn, þýddu í raun, að rétturinn til lögaðildar náttúruverndar- og umhverfissamtaka, sem er aðalatriði Árósasamningsins, ætti ekki við varðandi Hraunavini, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og fleiri enn fjölmennari samtök varðandi framkvæmdirnar í Gálgahrauni.
En samtökin, sem héldu, að þau hefðu fengið með Árósasamningnum lögaðild að framkvæmdum, sem hafa mikil og óafturkræf áhrif og snerta hagsmuni og rétt margra kynslóða til að njóta náttúru og umhverfi, töldu það hafa verið mikla framför í mannréttindamálum að öðlast viðurkenningu á þessum réttindum í Árósasamningnum.
Það dróst í mörg ár að fá Árósasamninginn lögfestan hér á landi, 15 til 20 árum á eftir öðrum Evrópuþjóðum.
Og það fékkst ekki í gegn fyrr en lagatæknar andstæðinga lögfestingarinnar gátu fengið i gegn ýmsar orðalagsbreytingar, sem þeir gerðu að skilyrði fyrir því að samningurinn yrði loks "lögfestur."
Ómar Ragnarsson, 4.5.2017 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.