5.5.2017 | 00:29
"Sputnik"-lið, sem enginn átti von á.
Það var talað um blóðtöku í fyrra þegar ellefu leikmenn hurfu frá meistaraflokki Fram í handbolta, finna varð þjálfara og nýja leikmenn og sætta sig við þá spá, að Fram yrði neðst í vetur.
Sextán ára "barn" í markinu var nokkurs konar táknmynd liðsins.
En liðið óx við hverja raun og sprakk út í lokakeppninni þar sem það sló sjálfa Íslandsmeistarana út í leik vetrarins.
Það var eðlilegt að liðið næði bestum árangri sinum þegar það "toppaði" í leikjunum við Hauka, en það toppaði kannski aðeins of snemma.
Hvað um það, Valsmenn eru hugsanlega að koma upp nýtt "mulningsvélar" lið og engin skömm að tapa fyrir því.
![]() |
Blaðran sprakk hjá okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.